Sport

Arnar með sigurmarkið

Arnar Grétarsson skoraði sigurmark Lokeren í 1-0 sigri á Oostene í belgísku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnuna sem Arnar skoraði úr. Arnar Þór Viðarsson lék allan tímann með Lokeren sem er í áttunda sæti eftir sigurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×