Sport

Stórliðin mæta neðrideildarliðum

Dregið var í gær í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá. Bikarmeistarar Manchester United fá utandeildarliðið Exeter í heimsókn, Íslendingaliðið Stoke City leikur gegn Arsenal á Highbury, Chelsea á heimaleik gegn Scunthorpe, utandeildarliðið Yaeding tekur á móti Newcastle, Burnley og Liverpool eigast við, Watford og Fulham mætast, Charlton fékk Rochdale á heimavelli, Ipswich tekur á móti Bolton og Tottenham mætir Brighton. Leikirnir verða 8 og níunda janúar næstkomandi og fjölmargir leikir verða í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×