Sport

Campbell framlengir hjá Arsenal

Varnarmaður Englandsmeistara Arsenal í ensku knattspyrnunni, Sol Campbell, staðfesti við breska fjölmiðla í dag að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið innan 2 vikna. Talsverð óvissa hefur ríkt um framtíð enska landsliðsmannsins hjá félaginu þar sem ekki náðust samningar á milli beggja aðila um nýjan samning þegar ár lifði af núgildandi samningi. Aðeins hársbreidd munaði að Campbell gengi til liðs við Real Madrid í ágúst sl. en hann hætti við á síðustu stundu. Campbell mun taka á sig launalækkun sem upphaflega var hindrunin í samningaviðræðunum. Nýr samningur verður til 3 eða 4 ára og á aðeins eftir að ganga frá lausum endum eins og tæknilegum lögfræðiatriðum, að sögn varnarmannsins sterka sem segir það geta tekið allt upp í hálfan mánuð að fínpússa lausu endana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×