Fleiri fréttir Jón Arnór með 20 stig Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans, Dynamo St. Petersburg, beið lægri hlut fyrir Khimki á heimavelli, 101-114. 5.12.2004 00:01 Leikir Snæfells í beinni á netinu Forráðamenn Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, mun hefja beinar útsendingar af heimaleikjum liðsins á internetinu frá og með fimmtudeginum 9. desember. 5.12.2004 00:01 Árni Már varð Norðurlandameistari Árni Már Árnason, sundfélaginu Ægi, varð í gær Norðurlandameistari í 100 metra bringusundi á Norðurlandamóti unglinga í sundi sem fram fór um helgina í Nærum í Danmörku. 5.12.2004 00:01 Damon búinn að semja á Spáni Damon Johnson samdi fyrir helgi við spænska liðið Caja San Fernando Sevilla og mun spila með því í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. 5.12.2004 00:01 FH fær Dana Íslandsmeistarar FH gerðu um helgina eins árs samning við Danann Dennis Siim en hann er 28 ára gamall miðjumaður. 5.12.2004 00:01 Ingólfur sagði ósatt Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. 5.12.2004 00:01 Logi með fimm mörk, Óli með sjö Logi Geirsson skoraði fimm mörk þegar lið hans Lemgo burstaði rússnesku meistarana í Chehovski Chekov 45-32 í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Florian Kehrman var markahæstur, skoraði þrettán mörk. Liðin mætast aftur um næstu helgi. 5.12.2004 00:01 Jiminez sigraði á Hong Kong mótinu Spánverjinn Miguel Angel Jiminez sigraði á Hong Kong mótinu í golfi í morgun. Hann fór síðasta hringinn á fjórum höggum undir pari. Samtals lék hann á 266 höggum eða 14 undir pari. Spánverjinn háði harða keppni við Írann Padraig Harrington og Suður-Afríkumanninn James Kingston sem urðu jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Angel Jiminez. 5.12.2004 00:01 Barcelona með tíu stiga forystu Barcelona náði í gærkvöldi tíu stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Malaga. Kamerúninn Samuel Eto´o skoraði tvö markanna og þeir Deco og Anders Iniesta hin mörkin. Valencia vann Albacete 1-0 og Real Sociedad sigraði Real Betis 1-0. 5.12.2004 00:01 AC Milan nálgaðist Juventus AC Milan minnkaði forystu Juventus í eitt stig í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Parma 2-1 í gærkvöldi. Alberto Gilardino skoraði fyrir Parma á 67. mínútu en Mílanómenn skoruðu tvívegis á síðustu átta mínútum leiksins, fyrst Brasilíumaðurinn Kaka og svo Andrea Pirlo sigurmarkið á næstsíðustu mínútunni. 5.12.2004 00:01 Fyrsti sigur Kjus í níu ár Norðmaðurinn Lasse Kjus sigraði í stórsvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Beaver Creek í Colorado í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur Kjus í stórsvigi heimsbikarkeppninnar í níu ár. Síðast sigraði hann í Kranska Gora í desember 1995. Þetta var jafnframt sautjándi sigur Norðmannsins í heimsbikarnum. 5.12.2004 00:01 Efstu liðin unnu öll Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni breyttist ekkert eftir leikina í 16. umferðinni í gær. Chelsea, sem vann Newcastle 4-0, hefur 39 stig, fimm stigum meira en Arsenal sem sigraði Birmingham 3-0. 5.12.2004 00:01 Róbert heldur uppteknum hætti Handboltakappinn Róbert Gunnarsson heldur áfram uppteknum hætti í danska handboltanum. Róbert skoraði 14 mörk þegar Århus vann Viborg 34-31. Sturla Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Árósaliðið. Ragnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar Skjern vann GOG 37-34. Kolding og Århus eru jöfn að stigum með 19 stig.</font /> 4.12.2004 00:01 Lausn í sjónmáli Loks virðist ætla að birta til í verkfalli því sem lamað hefur NHL íshokkídeildina bandarísku undanfarna mánuði. Leikmenn og eigendur hafa komið á fundi í vikunni en um langt skeið hefur ekkert þokast í samkomulagsátt og því engin ástæða talin til frekari viðræðna. 4.12.2004 00:01 Narfi grillaði SA Lið Skautafélags Akureyrar tapaði stórt fyrir nágrönnum sínum, Narfa frá Hrísey, 3 - 11 þegar félögin áttust við í íshokkíleik á föstudagskvöldið. Er ár og dagur síðan Akureyringarnir lutu svo í ís en hafa ber í huga að í lið þeirra vantaði þrjá lykilleikmenn sem voru í banni eftir mikinn hasar í leik þeirra við Björninn um síðustu helgi. 4.12.2004 00:01 Þurfti Garnett til Það þurfti Kevin nokkurn Garnett, stjörnuleikmann Minnesota Timberwolves, til að stöðva níu leikja sigurgöngu Phoenix Suns í bandarísku NBA deildinni en liðin mættust á föstudagskvöldið. 4.12.2004 00:01 Allt í strand hjá Villa Samingaviðræður forsvarsmanna Aston Villa og framkvæmdastjórans David O Leary hafa siglt í strand eftir tveggja mánaða viðræður og er Leary nú reiðubúinn að leggja nýjan samning til hliðar fram á sumarið ef ekki tekst að klára málið í vikunni. 4.12.2004 00:01 Þór vann Þór í körfunni Tveir leikir voru í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi: Valur sigraði Ármann/Þrótt 108-84 og Þór Akureyri vann nafna sinn Þór í Þorlákshöfn 92-71. Klukkan fimm í dag mætast KFÍ og Grindavík í Intersport-deildinni en leiknum hefur verið frestað í tvígang. 4.12.2004 00:01 HK-stúlkur of fáliðaðar Tveir leikir voru í 1. deild kvenna í blaki í gærkvöldi. Þróttur í Neskaupstað vann Fylki 3-0. Ekki tókst að ljúka leik HK og Þróttar Reykjavíkur. Þróttur vann tvær fyrstu hrinurnar en eftir að einn liðsmanna HK meiddist í þriðju hrinu voru HK-konur of fáliðaðar til þess að ljúka leiknum og Þrótti var því dæmdur 3-0 sigur. 4.12.2004 00:01 Narfi burstaði SA Narfi frá Hrísey burstaði Skautafélag Akureyrar 11-3 í 1. deildinni í íshokkí í gærkvöldi. Narfi komst í 9-0 en Skautafélagsmenn léku án þriggja Slóvaka sem voru í leikbanni eftir slagsmálaleik SA og Bjarnarins um síðustu helgi. Liðin mætast aftur í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 17 í dag. 4.12.2004 00:01 Loksins sigur hjá Mónakó Mónakó tókst loks að sigra í franska fótboltanum í gær eftir að hafa spilað átta deildarleiki án þess að vinna. Mónakó sigraði Stade Rennes 2-0 og er í þriðja sæti deildarinnar. 4.12.2004 00:01 Kappakstur á Stade de France Klukkan hálffjögur í dag verður sýnt beint á Sýn frá kappakstri sem fram fer á Stade de France fótboltavellinum í París. Þarna keppa margir af bestu ökumönnum heims, bæði rallíkappar, formúlumenn og einnig keppendur úr öðrum greinum akstursíþrótta. Þetta er bæði einstaklingskeppni og liðakeppni sem núna fer fram í sautjánda sinn. 4.12.2004 00:01 Bræður börðust í Hollandi Ajax Amsterdam sigraði RKC Waalwijk 2-1 í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Knattspyrnustjóri Ajax er Ronald Koeman en bróðir hans, Erwin Koeman, stýrir liði Waalwijk. Ajax er í 3. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir PSV Eindhoven sem hefur forystu. 4.12.2004 00:01 Jones íhugar að kæra Frjálsíþróttadrottningin Marion Jones íhugar það alvarlega þessa dagana að kæra Victor Conte fyrir meiðyrði en Conte þessi heldur því fram að hann hafi séð Jones sprauta sig með ólöglegum lyfjum fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. 4.12.2004 00:01 Íri á leið til ÍA Það hefur lítið farið fyrir Skagamönnum á leikmannamarkaðnum frá því að tímabilinu lauk. Þeir hafa misst nokkra menn en fengið lítið til baka. Það gæti þó verið að birta til því fljótlega eftir áramót kemur ungur Íri, Alan Delahunty, til reynslu hjá ÍA. 4.12.2004 00:01 Óli Stefáns skoraði sjö mörk Íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í Evrópukeppnum í gær. Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Ciudad Real sem gerði góða ferð til Danmerkur þar sem þeir lögðu GOG, 45-29 4.12.2004 00:01 ÍA í samstarf við Reading Þjálfarateymi Skagamanna með Ólaf Þórðarson fremstan í flokki fór til Englands á dögunum þar sem þeir fylgdust með æfingum hjá Reading sem Ívar Ingimarsson leikur með. 4.12.2004 00:01 Viktor lánaður til Fylkis Eins og við greindum frá í síðustu viku þá er unglingalandsliðsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson á leið til Fylkis. Hann vildi ekki leika með Víkingum í 1. deildinni næsta sumar og sagðist vilja spila með liði í Landsbankadeildinni sem væri í Reykjavík. 4.12.2004 00:01 Haukar töpuðu í Króatíu Íslandsmeistarar Hauka töpuðu fyrri leik sínum gegn króatíska liðinu Medvescak Infosistem Zagreb í Evrópukeppni bikarhafa í gær, 29-28, en leikið var í Króatíu. Staðan í hálfleik var 17-13 fyrir króatíska liðið. Seinni leikur liðanna fer fram í dag en hann fer einnig fram í Króatíu enda seldu Haukarnir heimaleik sinn í keppninni. 4.12.2004 00:01 Skil ekki þessi læti Skagamenn sögðu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í vikunni að þeir hefðu leyft Julian að hætta hjá félaginu þar sem hann hefði komist inn í sjúkraflutningaskóla í Danmörku. Sökum aldurs átti þetta að vera síðasta tækifæri Julians til þess að komast í skólann samkvæmt frétt Skagamanna. Nokkrum dögum síðar berast þær fréttir frá Færeyjum að Julian hafi samþykkt að spila og þjálfa færeyska 2. deildarfélagið B68. Skagamenn segja þær fréttir hafa komið sér í opna skjöldu og vilja meina að Julian hafi blekkt þá til þess að komast til Færeyja. 4.12.2004 00:01 Þrír jafnir á Hong Kong mótinu Þrír kylfingar eru jafnir fyrir síðasta hringinn á Hong Kong mótinu í golfi. Írinn Predraig Harrington, Spánverjinn Miguel Angel Jiminez og Suður-Afríkumaðurinn James Kingston eru allir á tíu höggum undir pari. Aðeins einu höggi á eftir koma fjórir kylfingar: Daninn Thomas Björn, Englendingarnir Nick Faldo og David Howell og Taílendingurinn Thammanoon Srirot. 4.12.2004 00:01 Úrslit leikja í NBA-körfuboltanum Níu leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. San Antonio Spurs marði sigur á meisturunum í Detroit Pistons 80-77. Ben Wallace lék með Pistons að nýju eftir að hafa tekið út sex leikja keppnisbann sem hann fékk fyrir átökin í leiknum gegn Indiana fyrir hálfum mánuði. 4.12.2004 00:01 Bandarískir skíðamenn sigursælir Bandarískir skíðamenn hrósuðu sigri í heimsbikarnum á skíðum í gærkvöldi. Tvítug stúlka frá Vail í Colorado, Lindsay Kildow, náði bestum tíma í bruni í Lake Louise í Alberta-fylki í Kanada. Carole Montille Frakklandi varð önnur og Hilde Gerg Þýskalandi þriðja. 4.12.2004 00:01 Jones á lyfjum í Sidney Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones var á lyfjum þegar hún vann til fimm verðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum. Þetta staðhæfir yfirmaður lyfjafyrirtækisins BALCO, Victor Conde, í blaði sem sjónvarpsstöðin ABC gefur út. Hann segist hafa séð Marion Jones sprauta sig í annan fótinn með hormónalyfjum. 3.12.2004 00:01 Úrslit leiksins ákveðin? Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að rannsaka hvort óhreint mjöl hafi verið í pokahorninu þegar gríska fótboltaliðið Panionios vann Dinamo Tiblisi frá Georgíu með fimm mörkum gegn tveimur í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Nokkur veðmálafyrirtæki tóku eftir því að skömmu fyrir leik voru óvenju margir sem veðjuðu á úrslit leiksins. 3.12.2004 00:01 Stórleikur 8-liða úrslitanna Stórleikur 8-liða úrslitanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta verður í kvöld þegar ÍBV mætir Haukum en leik liðanna var frestað í gærkvöldi. Fimm leikir verða í DHL-deild karla í kvöld. Þá keppa Stjarnan – Selfoss, Grótta/KR – ÍBV, Fram – Haukar, KA – FH og Afturelding – HK. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 3.12.2004 00:01 Gunnar skoraði eftir 4 mínútur Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fjórum mínútum eftir að hann kom af varamannabekknum þegar Halmstad gerði 2-2 jafntefli við Odense í Norrænu fótboltadeildinni í gærkvöldi. Íslendingaliðunum gekk ágætlega í leikjum kvöldsins. 3.12.2004 00:01 Fimm fara á EM í sundi Fimm íslenskir sundmenn keppa á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug í Vínarborg um aðra helgi. Fulltrúar Íslands verða Jakob Jóhann Sveinsson og Anja Ríkey Jakobsdóttir Ægi, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir ÍA, Eva Hannesdóttir KR og Erla Dögg Haraldsdóttir Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. 3.12.2004 00:01 Jakob með 17 stig fyrir Birmingham Jakob Sigurðarson, sem leikur með körfuknattleiksliði Birmingham Southern háskólanum í Alamaba í Bandaríkjunum, skoraði 17 stig þegar liðið tapaði á móti Indiana State, 55-62. 3.12.2004 00:01 Jiminez hefur forystu Spánverjinn Miguel Angel Jiminez hefur forystu þegar keppni er hálfnuð á opna Hong Kong mótinu í golfi en þetta mót er annað í Evrópsku mótaröðinni. Jiminez lék í morgun á sex undir pari og er samtals á ellefu höggum undir pari. 3.12.2004 00:01 Nowitsky skoraði 53 stig Þjóðverjinn Dirk Nowitsky skoraði 53 stig þegar Dallas Mavericks sigraði Houston Rockets 113-106 í framlengdum leik í gærkvöldi. Þetta er met í sögu Dallas því enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig. Tracy McGrady skoraði 48 stig fyrir Houston. Í hinum leiknum í NBA-deildinni í gærkvöldi sigraði Cleveland Denver 92-73. 3.12.2004 00:01 Goergl sigraði í risasviginu Austurríkismaðurinn Stephan Goergl sigraði í gærkvöldi í risasvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Beaver Creek í Colorado í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsti sigur þessa 26 ára Austurríkismanns í heimsbikarnum en hann kom jafnframt í veg fyrir að Bandaríkjamaðurinn Bode Miller sigraði á fjórða mótinu í röð. Miller varð annar og Austurríkismaðurinn Mario Scheiber þriðji. 3.12.2004 00:01 Ekki meðal þeirra efstu Björgvin Björgvinsson skíðamaður náði 30. sæti á Evrópubikarmóti sem fram fór í Finnlandi í vikunni. Gekk honum ekki jafn vel og vonir stóðu til 3.12.2004 00:01 Fordómar á íslenskri grundu "Það er ekki nokkur spurning um að kynþáttafordómar fyrirfinnast í fótboltanum hér á landi og engin þörf á að fara til Englands eða Spánar til að upplifa slíkt," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðarmaður. 3.12.2004 00:01 Tvö stór töp í röð hjá Snæfelli Snæfellingar töpuðu með 19 stigum fyrir nýliðum Fjölnis í Grafarvogi í Intersportdeildinni í fyrrakvöld og hafa því tapað tveimur síðustu leikjum sínum með 35 stigum, fyrst 86-102 fyrir Keflavík í bikarnum á sunnudagskvöldið og svo 81-100 fyrir Fjölni. 3.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Jón Arnór með 20 stig Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans, Dynamo St. Petersburg, beið lægri hlut fyrir Khimki á heimavelli, 101-114. 5.12.2004 00:01
Leikir Snæfells í beinni á netinu Forráðamenn Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik, mun hefja beinar útsendingar af heimaleikjum liðsins á internetinu frá og með fimmtudeginum 9. desember. 5.12.2004 00:01
Árni Már varð Norðurlandameistari Árni Már Árnason, sundfélaginu Ægi, varð í gær Norðurlandameistari í 100 metra bringusundi á Norðurlandamóti unglinga í sundi sem fram fór um helgina í Nærum í Danmörku. 5.12.2004 00:01
Damon búinn að semja á Spáni Damon Johnson samdi fyrir helgi við spænska liðið Caja San Fernando Sevilla og mun spila með því í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. 5.12.2004 00:01
FH fær Dana Íslandsmeistarar FH gerðu um helgina eins árs samning við Danann Dennis Siim en hann er 28 ára gamall miðjumaður. 5.12.2004 00:01
Ingólfur sagði ósatt Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. 5.12.2004 00:01
Logi með fimm mörk, Óli með sjö Logi Geirsson skoraði fimm mörk þegar lið hans Lemgo burstaði rússnesku meistarana í Chehovski Chekov 45-32 í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Florian Kehrman var markahæstur, skoraði þrettán mörk. Liðin mætast aftur um næstu helgi. 5.12.2004 00:01
Jiminez sigraði á Hong Kong mótinu Spánverjinn Miguel Angel Jiminez sigraði á Hong Kong mótinu í golfi í morgun. Hann fór síðasta hringinn á fjórum höggum undir pari. Samtals lék hann á 266 höggum eða 14 undir pari. Spánverjinn háði harða keppni við Írann Padraig Harrington og Suður-Afríkumanninn James Kingston sem urðu jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Angel Jiminez. 5.12.2004 00:01
Barcelona með tíu stiga forystu Barcelona náði í gærkvöldi tíu stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Malaga. Kamerúninn Samuel Eto´o skoraði tvö markanna og þeir Deco og Anders Iniesta hin mörkin. Valencia vann Albacete 1-0 og Real Sociedad sigraði Real Betis 1-0. 5.12.2004 00:01
AC Milan nálgaðist Juventus AC Milan minnkaði forystu Juventus í eitt stig í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Parma 2-1 í gærkvöldi. Alberto Gilardino skoraði fyrir Parma á 67. mínútu en Mílanómenn skoruðu tvívegis á síðustu átta mínútum leiksins, fyrst Brasilíumaðurinn Kaka og svo Andrea Pirlo sigurmarkið á næstsíðustu mínútunni. 5.12.2004 00:01
Fyrsti sigur Kjus í níu ár Norðmaðurinn Lasse Kjus sigraði í stórsvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Beaver Creek í Colorado í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur Kjus í stórsvigi heimsbikarkeppninnar í níu ár. Síðast sigraði hann í Kranska Gora í desember 1995. Þetta var jafnframt sautjándi sigur Norðmannsins í heimsbikarnum. 5.12.2004 00:01
Efstu liðin unnu öll Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni breyttist ekkert eftir leikina í 16. umferðinni í gær. Chelsea, sem vann Newcastle 4-0, hefur 39 stig, fimm stigum meira en Arsenal sem sigraði Birmingham 3-0. 5.12.2004 00:01
Róbert heldur uppteknum hætti Handboltakappinn Róbert Gunnarsson heldur áfram uppteknum hætti í danska handboltanum. Róbert skoraði 14 mörk þegar Århus vann Viborg 34-31. Sturla Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Árósaliðið. Ragnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar Skjern vann GOG 37-34. Kolding og Århus eru jöfn að stigum með 19 stig.</font /> 4.12.2004 00:01
Lausn í sjónmáli Loks virðist ætla að birta til í verkfalli því sem lamað hefur NHL íshokkídeildina bandarísku undanfarna mánuði. Leikmenn og eigendur hafa komið á fundi í vikunni en um langt skeið hefur ekkert þokast í samkomulagsátt og því engin ástæða talin til frekari viðræðna. 4.12.2004 00:01
Narfi grillaði SA Lið Skautafélags Akureyrar tapaði stórt fyrir nágrönnum sínum, Narfa frá Hrísey, 3 - 11 þegar félögin áttust við í íshokkíleik á föstudagskvöldið. Er ár og dagur síðan Akureyringarnir lutu svo í ís en hafa ber í huga að í lið þeirra vantaði þrjá lykilleikmenn sem voru í banni eftir mikinn hasar í leik þeirra við Björninn um síðustu helgi. 4.12.2004 00:01
Þurfti Garnett til Það þurfti Kevin nokkurn Garnett, stjörnuleikmann Minnesota Timberwolves, til að stöðva níu leikja sigurgöngu Phoenix Suns í bandarísku NBA deildinni en liðin mættust á föstudagskvöldið. 4.12.2004 00:01
Allt í strand hjá Villa Samingaviðræður forsvarsmanna Aston Villa og framkvæmdastjórans David O Leary hafa siglt í strand eftir tveggja mánaða viðræður og er Leary nú reiðubúinn að leggja nýjan samning til hliðar fram á sumarið ef ekki tekst að klára málið í vikunni. 4.12.2004 00:01
Þór vann Þór í körfunni Tveir leikir voru í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi: Valur sigraði Ármann/Þrótt 108-84 og Þór Akureyri vann nafna sinn Þór í Þorlákshöfn 92-71. Klukkan fimm í dag mætast KFÍ og Grindavík í Intersport-deildinni en leiknum hefur verið frestað í tvígang. 4.12.2004 00:01
HK-stúlkur of fáliðaðar Tveir leikir voru í 1. deild kvenna í blaki í gærkvöldi. Þróttur í Neskaupstað vann Fylki 3-0. Ekki tókst að ljúka leik HK og Þróttar Reykjavíkur. Þróttur vann tvær fyrstu hrinurnar en eftir að einn liðsmanna HK meiddist í þriðju hrinu voru HK-konur of fáliðaðar til þess að ljúka leiknum og Þrótti var því dæmdur 3-0 sigur. 4.12.2004 00:01
Narfi burstaði SA Narfi frá Hrísey burstaði Skautafélag Akureyrar 11-3 í 1. deildinni í íshokkí í gærkvöldi. Narfi komst í 9-0 en Skautafélagsmenn léku án þriggja Slóvaka sem voru í leikbanni eftir slagsmálaleik SA og Bjarnarins um síðustu helgi. Liðin mætast aftur í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 17 í dag. 4.12.2004 00:01
Loksins sigur hjá Mónakó Mónakó tókst loks að sigra í franska fótboltanum í gær eftir að hafa spilað átta deildarleiki án þess að vinna. Mónakó sigraði Stade Rennes 2-0 og er í þriðja sæti deildarinnar. 4.12.2004 00:01
Kappakstur á Stade de France Klukkan hálffjögur í dag verður sýnt beint á Sýn frá kappakstri sem fram fer á Stade de France fótboltavellinum í París. Þarna keppa margir af bestu ökumönnum heims, bæði rallíkappar, formúlumenn og einnig keppendur úr öðrum greinum akstursíþrótta. Þetta er bæði einstaklingskeppni og liðakeppni sem núna fer fram í sautjánda sinn. 4.12.2004 00:01
Bræður börðust í Hollandi Ajax Amsterdam sigraði RKC Waalwijk 2-1 í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Knattspyrnustjóri Ajax er Ronald Koeman en bróðir hans, Erwin Koeman, stýrir liði Waalwijk. Ajax er í 3. sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir PSV Eindhoven sem hefur forystu. 4.12.2004 00:01
Jones íhugar að kæra Frjálsíþróttadrottningin Marion Jones íhugar það alvarlega þessa dagana að kæra Victor Conte fyrir meiðyrði en Conte þessi heldur því fram að hann hafi séð Jones sprauta sig með ólöglegum lyfjum fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. 4.12.2004 00:01
Íri á leið til ÍA Það hefur lítið farið fyrir Skagamönnum á leikmannamarkaðnum frá því að tímabilinu lauk. Þeir hafa misst nokkra menn en fengið lítið til baka. Það gæti þó verið að birta til því fljótlega eftir áramót kemur ungur Íri, Alan Delahunty, til reynslu hjá ÍA. 4.12.2004 00:01
Óli Stefáns skoraði sjö mörk Íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í Evrópukeppnum í gær. Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Ciudad Real sem gerði góða ferð til Danmerkur þar sem þeir lögðu GOG, 45-29 4.12.2004 00:01
ÍA í samstarf við Reading Þjálfarateymi Skagamanna með Ólaf Þórðarson fremstan í flokki fór til Englands á dögunum þar sem þeir fylgdust með æfingum hjá Reading sem Ívar Ingimarsson leikur með. 4.12.2004 00:01
Viktor lánaður til Fylkis Eins og við greindum frá í síðustu viku þá er unglingalandsliðsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson á leið til Fylkis. Hann vildi ekki leika með Víkingum í 1. deildinni næsta sumar og sagðist vilja spila með liði í Landsbankadeildinni sem væri í Reykjavík. 4.12.2004 00:01
Haukar töpuðu í Króatíu Íslandsmeistarar Hauka töpuðu fyrri leik sínum gegn króatíska liðinu Medvescak Infosistem Zagreb í Evrópukeppni bikarhafa í gær, 29-28, en leikið var í Króatíu. Staðan í hálfleik var 17-13 fyrir króatíska liðið. Seinni leikur liðanna fer fram í dag en hann fer einnig fram í Króatíu enda seldu Haukarnir heimaleik sinn í keppninni. 4.12.2004 00:01
Skil ekki þessi læti Skagamenn sögðu í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í vikunni að þeir hefðu leyft Julian að hætta hjá félaginu þar sem hann hefði komist inn í sjúkraflutningaskóla í Danmörku. Sökum aldurs átti þetta að vera síðasta tækifæri Julians til þess að komast í skólann samkvæmt frétt Skagamanna. Nokkrum dögum síðar berast þær fréttir frá Færeyjum að Julian hafi samþykkt að spila og þjálfa færeyska 2. deildarfélagið B68. Skagamenn segja þær fréttir hafa komið sér í opna skjöldu og vilja meina að Julian hafi blekkt þá til þess að komast til Færeyja. 4.12.2004 00:01
Þrír jafnir á Hong Kong mótinu Þrír kylfingar eru jafnir fyrir síðasta hringinn á Hong Kong mótinu í golfi. Írinn Predraig Harrington, Spánverjinn Miguel Angel Jiminez og Suður-Afríkumaðurinn James Kingston eru allir á tíu höggum undir pari. Aðeins einu höggi á eftir koma fjórir kylfingar: Daninn Thomas Björn, Englendingarnir Nick Faldo og David Howell og Taílendingurinn Thammanoon Srirot. 4.12.2004 00:01
Úrslit leikja í NBA-körfuboltanum Níu leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. San Antonio Spurs marði sigur á meisturunum í Detroit Pistons 80-77. Ben Wallace lék með Pistons að nýju eftir að hafa tekið út sex leikja keppnisbann sem hann fékk fyrir átökin í leiknum gegn Indiana fyrir hálfum mánuði. 4.12.2004 00:01
Bandarískir skíðamenn sigursælir Bandarískir skíðamenn hrósuðu sigri í heimsbikarnum á skíðum í gærkvöldi. Tvítug stúlka frá Vail í Colorado, Lindsay Kildow, náði bestum tíma í bruni í Lake Louise í Alberta-fylki í Kanada. Carole Montille Frakklandi varð önnur og Hilde Gerg Þýskalandi þriðja. 4.12.2004 00:01
Jones á lyfjum í Sidney Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones var á lyfjum þegar hún vann til fimm verðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum. Þetta staðhæfir yfirmaður lyfjafyrirtækisins BALCO, Victor Conde, í blaði sem sjónvarpsstöðin ABC gefur út. Hann segist hafa séð Marion Jones sprauta sig í annan fótinn með hormónalyfjum. 3.12.2004 00:01
Úrslit leiksins ákveðin? Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að rannsaka hvort óhreint mjöl hafi verið í pokahorninu þegar gríska fótboltaliðið Panionios vann Dinamo Tiblisi frá Georgíu með fimm mörkum gegn tveimur í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Nokkur veðmálafyrirtæki tóku eftir því að skömmu fyrir leik voru óvenju margir sem veðjuðu á úrslit leiksins. 3.12.2004 00:01
Stórleikur 8-liða úrslitanna Stórleikur 8-liða úrslitanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta verður í kvöld þegar ÍBV mætir Haukum en leik liðanna var frestað í gærkvöldi. Fimm leikir verða í DHL-deild karla í kvöld. Þá keppa Stjarnan – Selfoss, Grótta/KR – ÍBV, Fram – Haukar, KA – FH og Afturelding – HK. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 3.12.2004 00:01
Gunnar skoraði eftir 4 mínútur Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fjórum mínútum eftir að hann kom af varamannabekknum þegar Halmstad gerði 2-2 jafntefli við Odense í Norrænu fótboltadeildinni í gærkvöldi. Íslendingaliðunum gekk ágætlega í leikjum kvöldsins. 3.12.2004 00:01
Fimm fara á EM í sundi Fimm íslenskir sundmenn keppa á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug í Vínarborg um aðra helgi. Fulltrúar Íslands verða Jakob Jóhann Sveinsson og Anja Ríkey Jakobsdóttir Ægi, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir ÍA, Eva Hannesdóttir KR og Erla Dögg Haraldsdóttir Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. 3.12.2004 00:01
Jakob með 17 stig fyrir Birmingham Jakob Sigurðarson, sem leikur með körfuknattleiksliði Birmingham Southern háskólanum í Alamaba í Bandaríkjunum, skoraði 17 stig þegar liðið tapaði á móti Indiana State, 55-62. 3.12.2004 00:01
Jiminez hefur forystu Spánverjinn Miguel Angel Jiminez hefur forystu þegar keppni er hálfnuð á opna Hong Kong mótinu í golfi en þetta mót er annað í Evrópsku mótaröðinni. Jiminez lék í morgun á sex undir pari og er samtals á ellefu höggum undir pari. 3.12.2004 00:01
Nowitsky skoraði 53 stig Þjóðverjinn Dirk Nowitsky skoraði 53 stig þegar Dallas Mavericks sigraði Houston Rockets 113-106 í framlengdum leik í gærkvöldi. Þetta er met í sögu Dallas því enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig. Tracy McGrady skoraði 48 stig fyrir Houston. Í hinum leiknum í NBA-deildinni í gærkvöldi sigraði Cleveland Denver 92-73. 3.12.2004 00:01
Goergl sigraði í risasviginu Austurríkismaðurinn Stephan Goergl sigraði í gærkvöldi í risasvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Beaver Creek í Colorado í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsti sigur þessa 26 ára Austurríkismanns í heimsbikarnum en hann kom jafnframt í veg fyrir að Bandaríkjamaðurinn Bode Miller sigraði á fjórða mótinu í röð. Miller varð annar og Austurríkismaðurinn Mario Scheiber þriðji. 3.12.2004 00:01
Ekki meðal þeirra efstu Björgvin Björgvinsson skíðamaður náði 30. sæti á Evrópubikarmóti sem fram fór í Finnlandi í vikunni. Gekk honum ekki jafn vel og vonir stóðu til 3.12.2004 00:01
Fordómar á íslenskri grundu "Það er ekki nokkur spurning um að kynþáttafordómar fyrirfinnast í fótboltanum hér á landi og engin þörf á að fara til Englands eða Spánar til að upplifa slíkt," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðarmaður. 3.12.2004 00:01
Tvö stór töp í röð hjá Snæfelli Snæfellingar töpuðu með 19 stigum fyrir nýliðum Fjölnis í Grafarvogi í Intersportdeildinni í fyrrakvöld og hafa því tapað tveimur síðustu leikjum sínum með 35 stigum, fyrst 86-102 fyrir Keflavík í bikarnum á sunnudagskvöldið og svo 81-100 fyrir Fjölni. 3.12.2004 00:01