Sport

Button ökumaður ársins

Ökuþórinn Jenson Button var valinn ökumaður ársins af lesendum Autosport-blaðsins. Button, sem keyrir fyrir BAR-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum, sem tók við verðlaununum frá Mika Hakkinen, fyrrum ökumanni McClaren. Button var ánægður með viðurkenninguna en bar þó blendnar tilfinningar til hennar. "Mér finnst svolítil skömm af því að halda á þessum grip eftir glæsilegt tímabil hjá Michael Schumacher og að hann hafi haft algjöra yfirburði í keppninni um heimsmeistaratitilinn," sagði Button.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×