Fleiri fréttir

Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu

Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum.

Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum.

Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína

Vísindamönnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur verið neitað um inngöngu í Kína en fólkið var á leið þangað til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í kínversku borginni Wuhan.

Afar mjótt á munum í aukakosningunum í Georgíu

Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í aukakosningunum sem fram fóru í Georgíu í dag. Í húfi eru tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríska þingsins.

Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga

Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum.

Sextíu þúsund greindust á einum degi í Bretlandi

Fjöldi nýrra smita fór yfir sextíu þúsund í fyrsta sinn í Bretlandi í dag. Daglegur fjöldi greindra smita hefur verið yfir fimmtíu þúsund frá 29. desember síðastliðnum, en samhliða þessari fjölgun hefur álag á sjúkrahús landsins aukist til muna.

Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð

Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 

Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður

Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess.

Notuðust við far­síma­gögn til að finna Maxwell

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum.

Frægur lög­fræðingur til liðs við lög­manna­t­eymi Gunnars Jóhanns

Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns.

Mette grípur í handbremsuna og herðir aðgerðir

Dönsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar en nú mega að hámarki fimm koma saman. Tveggja metra fjarlægðarreglan verður þá í gildi í stað eins metra reglunnar. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið virkjað.

Vonin úti í Ask

Lögregluyfirvöld í Noregi hafa gefið upp von um að þeir þrír einstaklingar sem enn er saknað eftir leirskriðuna í bænum Ask í Noregi í síðustu viku finnist á lífi.

Einn þekktasti stjórnspekingur Frakka ásakaður um barnaníð

Olivier Duhamel, einn þekktasti stjórnmálafræðingur og -skýrandi Frakklands, hefur látið af störfum og eytt Twitter aðgangi sínum eftir að stjúpdóttir hans steig fram og greindi frá því að hann hefði misnotað tvíburabróður hennar.

Besti súmó­glímu­kappi Japans greinist með Co­vid-19

Japanski súmóglímukappinn Hakuho, sem er efstur á styrkleikalista Súmóglímusambandsins þar í landi, hefur greinst með Covid-19. Meistarinn, sem á rætur að rekja til Mongólíu, fór í sýnatöku eftir að hafa misst lyktarskyn sitt.

Suður-kóreskt olíuflutningaskip í haldi Írana

Íranir hafa hertekið olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í grennd við Hormus sund og hafa nú tuttugu skipverja í haldi. Íran segir að skipið hafi gerst brotlegt við umhverfisreglur.

Auka­kosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi for­setann

Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki.

Tanya Roberts ranglega sögð látin

Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar.

Útgöngubann á Englandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni.

Boris John­son kynnir hertar að­gerðir

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag.

Einn ríkasti maður Kína hefur ekki sést í tvo mánuði

Auðjöfurinn kínverski, Jack Ma, sem stofnaði meðal annars stórfyrirtækið Alibaba, hefur ekki sést opinberlega í rúma tvo mánuði. Fjarvera hans í afrískum sjónvarpsþáttum, sem hann stendur á bak við, og það að hann hafi ekki sést svo lengi á meðan fyrirtæki hans eru undir miklum þrýstingi hefur leitt til vangaveltna um hvar Ma sé staddur.

27 milljóna króna harmsaga sem endar vel

Píanóleikarinn Angela Hewitt hefur fundið ástina á ný; 27 milljóna króna Fazioli flygil, sem var sérsmíðaður eftir að ástin hennar eyðilagðist í flutningum í fyrra.

Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði

Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann.

Sæta ströngu útgöngubanni út janúar

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Úranauðgun Íran hafin

Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo.

Lögregla birtir upptökur af „tæklingunni“

Yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglu í New York hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna árás hvítrar konu á svartan unglingspilt. Konan réðst á drenginn eftir að hafa sakað hann ranglega um að stela síma hennar. Málið vakti mikla reiði vestanhafs.

Íbúum Suður-Kóreu fækkar í fyrsta sinn

Íbúum Suður-Kóreu fækkaði í fyrra þar sem fleiri dóu en fæddust. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu í manna minnum og yfirvöld segja bæi í fátækari héruðum Suður-Kóreu standa frammi fyrir útrýmingu.

Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum.

Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin

Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ.

Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi

Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins.

Hlé gert á leitinni í Ask

Leitað var í alla nótt í rústum húsanna sem eyðilögðust í skriðuföllunum í norska bænum Ask á dögunum. Sjö hafa fundist látin eftir hamfarirnar og að minnsta kosti þriggja er enn saknað.

Til skoðunar að helminga bólu­efna­skammta

Bandarísk stjórnvöld eru nú með það til skoðunar að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna við Covid-19, með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu vestanhafs.

Breska afbrigðið komið til Grikklands

Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi.

Trump þrýsti á flokks­bróður og hótaði til að hag­ræða úr­slitunum

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir