Úranauðgun Íran hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 14:06 Hassan Rouhani, forseti Írans, gaf skipun fyrir aukinni úranauðgun í morgun. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak.
Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira