Fleiri fréttir

Tilfellum fjölgar í fátækari ríkjum

Rúmlega tvær komma sjö milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í heiminum. Hundrað og níutíu þúsund hafa látist. Á meðan það hægist á útbreiðslunni í Evrópu er búist við því að staðan versni í fátækari heimshlutum.

Takmarka sölu á niktótínvörum í Frakklandi

Eftir að athuganir vísindamanna bentu til þess að notkun nikótíns gæti dregið úr líkum á því að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa frönsk yfirvöld bannað sölu nikótínvara á netinu.

„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans

Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast.

Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump

Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni.

Telja dauðsföll í Ekvador fimmtán sinnum fleiri en stjórnvöld segja

Fjöldi látinna í Ekvador er allt að fimmtán sinnum hærri en opinberar tölur um dauðsföll af völdum kórónuveirufaraldursins segja, samkvæmt greiningu New York Times á gögnum um dánartíðni í landinu. Miðað við þær tölur er Ekvador einn miðpunkta faraldursins í heiminum.

Ætla að breyta ímynd Ischgl

Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum.

Fimmtungur íbúa New York gæti hafa smitast af Covid-19

Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós.

Dæla billjón evrum í neyðarsjóð vegna faraldursins

Forkólfar Evrópusambandsins komust í kvöld að samkomulagi um stærðarinnar neyðarsjóð vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Markmiðið er að dæla styðja ríki sem hafi komið illa út vegna faraldursins.

Atvinnuleysi ekki meira síðan í kreppunni miklu

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist til muna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn mikið í landinu frá kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. AP greinir frá því að nú sé einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum án atvinnu.

Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari

Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja „óhugsandi“álag á heilbrigðiskerfið.

Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí

Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín.

Missouri höfðar mál gegn Kína

Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.

Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden

Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna.

Tvöfalt fleiri gætu liðið hungur vegna faraldursins

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varar við því að tvöfalt fleiri jarðarbúar gætu staðið frammi fyrir bráðum matvælaóöryggi á þessu ári vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins en áður. Um 265 milljónir manna gætu þá verið í hættu á að líða hungur.

Metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu

Þrátt fyrir að aftökum vegna dauðarefsingar fari fækkandi í heiminum var metfjöldi tekinn af lífi í Sádi-Arabíu á síðasta ári en aftökur voru 184 í landinu.

Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot

Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð.

Sjá næstu 50 fréttir