Fimmtungur íbúa New York gæti hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 23:36 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira