Fleiri fréttir

Innsigluðu þjóðstjórn í Ísrael

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar.

Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum

Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir.

Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar

Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný.

Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom

Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins.

Skaut á vegfarendur klæddur í lögreglubúning

Karlmaður í bænum Portapique í Novia Scotia í Kanada hefur verið handtekinn grunaður um að hafa skotið á fjölda fólks í bænum skömmu fyrir miðnætti í gær að staðartíma.

Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr

Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum.

Sendir herinn út á götur í Lesótó

Forsætisráðherra Afríkuríkisins Lesótó, sem sakaður er um að hafa átt aðild að morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni, hefur fyrirskipað að herinn skuli halda út á götur til að koma aftur á röð og reglu í landinu.

Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum.

Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum

Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar.

Dökkar sviðsmyndir af Afríku: Hundruð þúsunda gætu dáið

Hundruð þúsunda geta dáið vegna Covid-19 í Afríku á þessu ári. Skásta sviðsmyndin sem sett hefur verið upp af Sameinuðu þjóðunum og byggir á gögnum frá vísindamönnum Imperial College London segir að 300 þúsund muni deyja.

Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum.

Rambóleikarinn Brian Dennehy látinn

Brian Dennehy, bandaríski leikarinn sem hlaut meðal annars tvenn Tony-verðlaun á ferlinum, er látinn, 81 árs að aldri. Dennehy var einna þekktastur fyrir hlutverk sín í fyrstu Rambómyndinni, „Cocoon“ og „Tommy boy“.

Boða nýja Marshalláætlun fyrir Evrópu

Evrópusambandið undirbýr nú ný fjárlög með kórónuveirufaraldurinn að leiðarljósi. Forseti framkvæmdastjórnarinnar segir þörf á nýrri Marshall-áætlun.

Sjá næstu 50 fréttir