Fleiri fréttir

Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump

Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar.

Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salvini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins.

Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega

Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu.

Lög­reglu­manni sagt upp vegna dauða Erics Garner

James O'Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island.

Mikil sorg ríkir í Afganistan

Gríðarleg sorg ríkir í Kabúl eftir að 63 voru myrt í sprengjuárás á brúðkaup í afgönsku höfuðborginni. Forsetinn segir árásina skepnuskap og þótt ISIS beri ábyrgð geti talibanar ekki sagst alsaklausir.

Aftur skorið á samskiptin

Stjórnvöld á Indlandi drógu ákvörðun sína um að heimila síma- og internetnotkun í ýmsum hverfum borgarinnar Srinagar í indverska hluta Kasmír til baka í gær. Þá var útgöngubann sett aftur á sömuleiðis. Þetta hafði Reuters eftir heimildarmönnum á svæðinu en tugir höfðu særst fyrr um daginn í átökum lögreglu og íbúa.

Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.

Sáu flóttamenn en sigldu á brott

Malta Mohammed Adam Oga, sá eini sem lifði af tilraun fimmtán flóttamanna til að sigla yfir Miðjarðarhaf fyrr í mánuðinum, sagði við Reuters í gær að fleiri en eitt skip hefði siglt fram hjá flóttamönnunum, hundsað allar beiðnir um aðstoð og siglt á brott.

Gíbraltar hafnar beiðni Bandaríkjanna um kyrrsetningu

Stjórnvöld í Gíbraltar hafa hafnað kröfu bandarískra stjórnvalda um að leggja aftur hald á Grace 1, íranskt olíuskip sem kyrrsett var í byrjun síðasta mánaðar vegna gruns um að skipið flytti olíu til Sýrlands, þvert gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn ríkinu.

Tveir innilokaðir í helli í Póllandi

Yfir tuttugu björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Tatra-fjöllum í Póllandi þar sem tveir menn eru sagðir vera fastir ofan í Wielka Sniezna hellinum.

Skaut þjón til bana vegna samloku

28 ára gamall franskur þjónn var skotinn til bana af óþolinmóðum viðskiptavin, síðastliðið föstudagskvöld. Atvikið varð á pizzu- og samlokustað í Noisy-le-Grand úthverfi frönsku höfuðborgarinnar, Parísar.

27 ung­lingar á flótta fengu að fara í land á Ítalíu

Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, samþykkti á laugardag að hleypa 27 fylgdarlausum unglingum í land á Ítalíu en þeir höfðu verið fastir um borð í björgunarskipinu Open Arms undan ströndum Ítalíu í meira en 16 daga.

Enn kviknar skógareldur á Kanarí

Álag hefur aukist á slökkviliðsmenn á Kanarí-eyjum eftir að þriðji skógareldurinn á rúmri viku á kviknaði á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria.

Ásökunum um kynferðisofbeldi á bandarískum fósturheimilum fer fjölgandi

Ásökunum um kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gegn börnum sem tekin hafa verið frá foreldrum sínum við komu til Bandaríkjanna fer fjölgandi. Lögmaður sem hefur farið fyrir nokkrum fjölskyldum sem höfða nú mál á hendur bandaríska ríkinu segir málsóknir vegna slíkra mála koma til með að verða fleiri en þær eru nú.

Sjá næstu 50 fréttir