Fleiri fréttir

Aftur flogið um Hong Kong

Svo virðist sem starfsemin á Hong Kong flugvelli sé að komast í samt lag á ný, í bili í það minnsta

Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi

Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings.

Vél ráðherra bilaði í Keflavík

Airbus-flugvél þýska utanríkisráðherrans, Heiko Maas, bilaði tvisvar sinnum á leiðinni frá Þýskalandi til New York, í seinna skiptið á Keflavíkurflugvelli.

Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims

Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina.

Bað fórnarlömb áralangrar misnotkunar í Danmörku afsökunar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar á misnotkun sem átti sér stað á ríkisreknum barnaheimilum í landinu í þrjá áratugi. Beindi hún orðum sínum beint að fórnarlömbum ofbeldisins þegar hún bar afsökunarbeiðnina upp.

Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása

Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio.

Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi

Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku.

Fundu lík við leitina að Noru

Lögregla í Malasíu fann í dag lík við leit að hinni 15 ára Noru Quoirin, breskum táningi með þroskaskerðingu sem saknað hefur verið síðan í byrjun ágúst.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.