Fleiri fréttir

Hermaður stöðvaði vopnaðan mann í Lyon

Hermaður í frönsku borginni Lyon í Frakklandi stöðvaði í dag líklegan árásarmann sem ógnaði fólki og hermönnum með hníf í borginni rétt eftir hádegi.

Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum

Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag.

Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong

Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu.

Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip

Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist.

Sjö fundust látin í rotþró

Fjórir sorphreinsimenn og þrír starfsmenn Darshan hótelsins eru látnir eftir að hafa andað að sér eitruðum gufum úr rotþró.

Fyrsta messa frá bruna haldin í Notre Dame

Messa var í dag haldin í Vorrar frúar kirkju, Notre Dame, í París. Messan var sérstök fyrir þær sakir að um er að ræða fyrstu messuna sem haldin er í kirkjunni sögufrægu frá brunanum mikla sem olli miklum skemmdum á kirkjunni 15. apríl síðastliðinn.

Hundruð yfirgefa heimili sín vegna flóða í Englandi

Sökum mikilla rigninga í Lincolnskíri í austurhluta Englands hefur áin Steeping flætt yfir bakka sína, því hefur íbúum 580 heimila í bænum Wainfleet All Saints, norðan og sunnan árinnar, verið gert að yfirgefa heimili sín.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.