Fleiri fréttir

Drap mann og bútaði niður

Þýskur lögreglumaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa drepið og bútan niður mann sem hann kynntist á netinu. Manninn dreymdi víst um að vera drepinn og étinn.

Ástand heimsins

Enn ein fataverksmiðjan verður eldi að bráð í Bangladess, fólk er flutt af hamfarasvæðum á Filippseyjum, Femen liðar mótmæla í Litháen, afgönsk börn leika listir sínar og Bandaríkjamenn sækja útsölur sem aldrei fyrr.

Rekinn eftir slysið í Lettlandi

Stjórnarformaður verslunarkeðjunar sem rekur stórmarkaðinn í Lettlandi þar sem þakið hrundi með þeim skelfilegu afleiðingum að 54 létu lífið, hefur verið rekinn.

Tælenskir mótmælendur tóku yfir höfuðstöðvar hersins

Mótmælendur í Tælandi ruddust í morgun inn í höfuðstöðvar hersins í landinu en mótmæli gegn ríkisstjórninni hafa nú staðið í sex daga samfleytt. Þá umkringja þeir einnig höfuðstöðvar stjórnarflokks forsætisráðherrans Yingluck Shinavatra, sem fólkið vill að fari frá völdum.

Draumurinn um jólahalastjörnu er sennilega úti

Væntanlega verður ekkert af því að Ison, halastjarna aldarinnar eins og hún hefur verið kölluð, muni heiðra okkur jarðarbúa með nærveru sinni yfir jólahátíðina eins og stjörnufræðingar höfðu vonað.

Vilja leyfa maríjúana á kaffihúsum í Berlín

Svo gæti farið að innan tíðar muni fyrsta Maríjúana-kaffihúsið opna í Berlín höfuðborg Þýskalands. Hverfisstjórnin í Kreuzberg hverfinu í Berlín hefur gefið sitt samþykki fyrir því að í hverfinu megi reka kaffihús í líkingu við þau sem þekkjast í Amsterdam í Hollandi þar sem gestir geta keypt sér maríjúana sígarettur á löglegan máta.

Ástand heimsins

Fréttablaðið lítur við víða um heim á ferð sinni milli landa í "Ástandi heimsins“ í blaði dagsins. Hér má skoða myndirnar.

Tvíburasystur fæddust með 87 daga millibili

Tvíburasysturnar Amy og Katie frá Írlandi fæddust með 87 daga millibili. Þetta hefur verið skráð í heimsmetabók Guinness en þetta er lengsti tími sem hefur liðið milli tvíbura sem skráð hefur verið.

Hönnuðu fljótandi borg

Fyrirtæki í Flórída í Bandaríkjunum hefur hannað fljótandi borg sem kallað er Freedom Ship eða á íslensku Frelsisfleyið. Borgin er í raun og veru skip sem ætlað er að sigla um höfin.

Microsoft bregst við meintum njósnum NSA

Tölvurisinn Microsoft hefur ákveðið að bregðast skjót við njósnum Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, með því að koma upp sterkum vörnum og dulkóðum til varnar njósnunum en þetta kemur fram í Washington Post.

Ætluðu að drepa lögreglustjórann

Bílasprengja varð þremur mönnum að bana í Bagdad en tilræðismennirnir ætluðu að ráða Salah Al-Din Province, lögreglustjóra í Írak, af dögum.

Allir sígarettupakkar verði eins í Bretlandi

Sígarettupakkar í Bretlandi verða brátt seldir án allra vörkumerkinga og allir verða þeir í sama gráa litnum. Þá verða varnaðarorð um hættuna af reykingum enn meira áberandi en nú er. Sky fréttastofan segir að þetta verði tilkynnt síðar í dag en um algjöra stefnubreytingu er að ræða hjá ríkisstjórn Davids Cameron, sem hingað til hefur ekki tekið undir hugmyndir af þessu tagi og setti hana á hilluna í júlí.

Kveikt í tveimur blaðagámum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út til að slökkva elda í tveimur blaðagámum í gærkvöldi og í nótt.

Yingluck Shinawatra hélt velli á tælenska þinginu

Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, stóðst atlöguna sem gerð var að ríkisstjórn hennar í nótt þegar greidd voru atkvæði um vantrauststillögu á hana sem var felld með 297 atkvæðum gegn 134.

Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen

Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað.

Berlusconi sviptur þinghelgi

Ítalska þingið hefur svipt Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, þinghelgi sem þýðir að hann þarf að afplána dóm vegna skattsvika og kynferðislegs samneytis við ólögráða stúlkur

Merkel myndar ríkisstjórn

Angela Merkel Þýskalandskanslari og félagar hennar í flokki Kristilegra demókrata hafa náð samkomulagi við Jafnaðarmenn um ríkisstjórnarsamstarf. Samkomulag náðist í nótt eftir sautján klukkustunda langan fund og er talið líklegt að Merkel sverji embættiseið sinn fyrir þriðja kjörtímabil sitt, í næsta mánuði.

Páfi vill draga úr völdum Vatíkansins

Frans páfi fjallar í nýju ritverki sem hann gaf út, sínu fyrsta sem páfi, um að vald innan kaþólsku kirkjunnar yrði fært í meira mæli frá Vatíkaninu.

Búrhvalur sprakk í Færeyjum

Búrhvalur sem drapst rétt við strendur Færeyja var dreginn á land þar í dag. Hvalurinn, sem er risa flykki, var dreginn á hvalstöðina við Áir í Færeyjum en hún hefur ekki verið notuð í um 30 ár.

Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins

Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum.

Obama til varnar Íranssamningnum

Bandaríkjaforseti segir auðvelt að hafa uppi stóryrði í pólitík, en það sé ekki rétta leiðin þegar öryggismál eru annars vegar.

Enn mótmælt í Tælandi

Fjölmenn mótmæli hófust í morgun í Tælandi, þriðja daginn í röð. Þúsundir mótmælenda haf umkringt helstu stjórnarbyggingar höfuðborgarinnar Bangkok.

Smita sig viljandi af HIV veirunni

Á Grikklandi hefur það færst í vöxt að fólk smiti sig viljandi af HIV veirunni, til þess að komast á bætur. Þetta kemur fram í skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem rannsakaði áhrif fjármálakreppunnar á löndin í Evrópu.

Kallað eftir aðgerðum í Miðafríkulýðveldinu

Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir viðbrögðum frá öryggisráðinu vegna ástandsins í Miðafríkulýðveldinu. Jan Eliasson hvatti öryggisráðið til þess að efla sveitir friðargæsluliða í landinu þar sem til stendur að halda kosningar í næstu viku.

Kínverjar stefna á tunglið

Senda könnunarjeppa til tunglsins í næsta mánuði. Geimstöð og mannaðar ferðir á teikniborðinu.

Sjá næstu 50 fréttir