Erlent

Kallað eftir aðgerðum í Miðafríkulýðveldinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd/AFP
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir viðbrögðum frá öryggisráðinu vegna ástandsins í Miðafríkulýðveldinu. Jan Eliasson hvatti öryggisráðið til þess að efla sveitir friðargæsluliða í landinu þar sem til stendur að halda kosningar í næstu viku.

Friðargæsluliðarnir í landinu hafa hingað til lotið stjórn Afríkubandalagsins en Eliasson segir nauðsynlegt að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér af meiri krafti. Upplausnarástand hefur ríkt í landinu frá því að uppreisnarmenn náðu þar völdum í mars en þar hafa hópar kristinna og múslima borist á banaspjót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×