Erlent

Losaði bikiní-toppinn og lést í kjölfarið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brittany Lahm
Brittany Lahm
Áfrýjunardómstóll í New York hefur sýknað Brittany Lahm eftir að hún hafði verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi.

Konan missti stjórn á bíl sínum árið 2008 með þeim afleiðingum að farþegi í aftursæti ökutækisins lést.

Hún missti stjórnina þegar karlmaður í aftursætinu losaði bikiní topp hennar að aftan.

Lahm tók hendur sína af stýrinu í eitt andartak með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar og maðurinn  í aftursætinu lést í kjölfarið. 

Slysið átti sér stað á hraðbraut í New York en Brandon Berman, sem var þá 19 ára, var eini farþeginn sem lét lífið en aðrir slösuðust alvarlega. Berman átti afmæli á deginum örlagaríka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×