Fleiri fréttir

Öfgamaður til valda í Slóvakíu

Hægrisinnaður öfgamaður var í gær kjörinn héraðsstjóri í Banska Bystrica héraði í Slóvakíu. Marian Kotleba fékk 55 prósent atkvæða en hann er fyrrverandi formaður öfga-hægriflokks sem hefur verið bannaður í Slóvakíu.

Spenna í Hondúras

Mjótt virðist vera á munum í forsetakosningunum í Hondúras sem fram fóru í gær en báðir frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri. Þegar búið var að telja 42 prósent atkvæða var hægrimaðurinn Juan Orlando Hernandez þó með forskot, eða 34 prósent atkvæða á móti 28 prósentum sem fallið höfðu í skaut Xiomara Castro.

Dauðföllum af völdum eiturlyfja fækkar í Danmörku

Fjöldi Dana sem létust af völdum eiturlyfja árið 2012 var sá minnsti í tæpa tvo áratugi. Samkvæmt tölum frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum létust 210 manns af þessum völdum í fyrra en árið þar áður voru þeir 285 og árið 2010 urðu 276 fíkninni að bráð.

Obama mun funda með Netanyahu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á næstunni til að ræða um það samkomulag sem stórveldin gerðu með sér um kjarnorkuátætlanir ríkjanna.

Á fimmta tug létust í olíusprengingu í Kína

Að minnsta kosti 47 fórust þegar sprenging varð í olíuleiðslu í borginni Qingdao í norðausturhluta Kína í gærkvöldi en leki mun hafi komið upp í leiðslunni fyrr um morguninn.

Skilorð fyrir tómatakastið

Þrítugur Dani var í gær dæmdur í 20 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kastað tómat í Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra.

Youtube loki á veðbankana

Norska happdrættiseftirlitið skipar Youtube að loka á öll auglýsingamyndbönd erlendra veðmálafyrirtækja sem ætluð eru norskum notendum.

Enn eru óleyst ágreiningsmál

Svo virðist sem það sé krafa Írana um að mega framleiða eigin kjarnorkueldsneyti sem helst strandar á í viðræðum þeirra við sex ríki um kjarnorkuáætlun sína.

Tala látinna hækkar enn

Meira en fimm þúsund manns eru látnir af völdum fellibylsins Haiyan, sem reið yfir á Filippseyjum fyrir hálfum mánuði.

Morðið sem skók heimsbyggðina

Í dag eru 50 ár liðin frá því að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í borginni Dallas. Fréttamiðlar um allan heim minnast hans af því tilefni, en morðið hefur verið endalaus uppspretta gróusagna og samsæriskenninga í gegn um tíðina.

Risaþotu lent á röngum flugvelli

Þota af gerðinni Boeing 747 lenti fyrir mistök á litlum flugvelli í Kansas á miðvikudag, skammt frá áætluðum lendingarstað.

Hálf öld liðin frá morðinu á JFK

Hálf öld er í dag liðin frá því er John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti var skotinn til bana í Dallas í Texas. Þessa sögulega atburðar verður minnst á marga vegu í dag. Kennedy er yfirleitt talinn á meðal vinsælustu forseta sögunnar í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hann hafi aðeins náð að gegna embættinu í tæp þrjú ár.

Tuttugu og einn látinn í Riga

Tuttugu og einn er látinn og tuga er saknað eftir að þak verslunarmiðstöðvar í Riga í Lettlandi hrundi. Björgunarstörf standa enn yfir en forseti landsins, Valdis Dombrovskis hefur þegar sagt að glæparannsókn vegna málsins sé þegar hafin.

Gengu út af loftslagsráðstefnu

Lítill árangur þykir af tveggja vikna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi, sem lýkur í dag.

Frumvarp um frelsi Júlíu Tímósjenkó fellt

Þingið í Úkraínu felldi í morgun frumvörp sem hefðu heimilað að Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, verði látin laus úr fangelsi, en hún hefur verið í haldi frá árinu 2011.

Breivik tekur ekki prófin

Norski hryðjuverkaðurinn Anders Behring Breivik, sem drap 77 samlanda sína og særði 158 í einhverjum verstu hryðjuverkjum seinni tíma í Evrópu í júlí 2011, hefur sagt sig úr þremur áföngum sem hann hafði skráð sig í við Háskólann í Osló. Hann mun því ekki taka lokaprófin.

Ránalda skelfir íbúa Óslóar

Helmingurinn af íbúum í Ósló segist finna fyrir óöryggi á ferð um borgina. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var fyrir blaðið VG, en mikil bylgja rána hefur gengið yfir borgina það sem af er mánuðinum.

Byssumaðurinn í París nafngreindur

Yfirvöld í Frakklandi hafa nú nafngreint manninn sem handtekinn var í gær og er grunaður um nokkrar skotárásir í París síðustu daga. Maðurinn, Abdelhakim Dekhar var handsamaður klukkan sex í gærkvöldi á bílastæði í úthverfi borgarinnar.

Byssumaðurinn í París handtekinn

Maður var handtekinn í kvöld í París sem grunaður er um að hafa staðið á bak við byssuárásirnar í Paris að undanförnu.

Jafnaðarmenn enn stærsti flokkurinn í Danmörku

Jafnaðarmenn eru enn stærsti flokkurinn í sveitarstjórnum Danmerkur eftir kosningar gærdagsins. Flokkurinn fékk rétt tæp þrjátíu prósent atkvæða sem er þó heldur minna en í síðustu kosningum og sótti hægriflokkurinn Venstre aðeins í sig veðrið.

Sjá næstu 50 fréttir