Erlent

Berlusconi sviptur þinghelgi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi nordicphotos/EPA
Ítalska þingið hefur svipt Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, þinghelgi sem þýðir að hann þarf að afplána dóm vegna skattsvika og kynferðislegs samneytis við ólögráða stúlkur sem Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest. 

Berlusconi hefur um áratugaskeið verið valdamesti stjórnmálamaður á Ítalíu og farið fyrir stjórnmálaflokki sem stofnaður var af honum. Fyrir nokkrum vikum óhlýðnuðust þingmenn og ráðherra flokksins tilskipun hans um að láta af stuðningi við samsteypustjórn landsins sem þeir eiga aðild að. Þar með var ljóst að áhrif Berlusconi á ítölsk stjórnmál voru að engu orðin. 

Hann sagði við fjölmiðla í dag að þetta væri sorgardagur fyrir lýðræði í heiminum.

Fyrir atkvæðagreiðsluna tilkynnti Berlosconi að hann hefði mikinn áhuga á að leiða áfram Forza Italia flokkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×