Morðið sem skók heimsbyggðina Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. nóvember 2013 09:45 Skotárásin var gerð í borginni Dallas klukkan hálf eitt eftir hádegi. Í dag eru 50 ár liðin frá því að John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í borginni Dallas í Texas. Fréttamiðlar um allan heim minnast hans af því tilefni, en morðið hefur verið endalaus uppspretta gróusagna og samsæriskenninga í gegn um tíðina. Skotárásin var gerð klukkan hálf eitt eftir hádegi þann 22. nóvember 1963 í borginni Dallas í Texasfylki. Forsetaflugvélin hafði lent á Love Field-flugvellinum tæpri klukkustund áður og var forsetahjónunum John og Jackie ekið í gegn um miðborg Dallas þar sem áhorfendur stóðu í röðum og fylgdust með. Með hjónunum í eðalvagni forsetans var John Connally, ríkisstjóri Texas, og kona hans, auk bílstjórans og leyniþjónustumanns. Þegar bifreiðinni var ekið inn Elm-stræti á Dealey-torgi heyrðist hávær hvellur.Kennedy-hjónin í Dallas, 21. nóvember 1963.mynd/getty„Þeir ætla að drepa okkur öll“ Margir töldu fyrsta byssuskotið vera púðurkerlingu eða sprengingu úr púströri forsetabifreiðarinnar. Fljótlega varð fólki þó ljóst að ekki væri allt með felldu. Þá ber vitnum ekki saman um hversu mörgum skotum var hleypt af. Niðurstaða Warren-nefndarinnar, sem skipuð var viku eftir árásina, var sú að þremur skotum hefði verið hleypt af. Eitt þeirra hæfði forsetann í hálsinn og það síðasta í höfuðið. Uppi varð fótur og fit og reyndi forsetafrúin, Jackie Kennedy, að hlúa að eiginmanni sínum. Hann var þó nærri örugglega þegar látinn, enda hafði síðasta skotið gert stórt gat á höfuðkúpu hans við hægra gagnaugað og dreift ögnum úr heila hans og höfuðkúpu yfir bifreiðina. Connally ríkisstjóri var einnig alvarlega særður, en hann fékk skotsár á bringu, líklega af sömu byssukúlu og hafði áður farið í gegn um háls forsetans. „Nei, nei, nei. Guð minn góður. Þeir ætla að drepa okkur öll,“ öskraði Connally eftir að skotið hæfði hann. Bifreiðin staðnæmdist ekki heldur ók rakleitt á sjúkrahús þar sem Kennedy var úrskurðaður látinn klukkan eitt. Hann var 46 ára.Handtekinn í kvikmyndahúsi Vitni sagðist hafa séð mann vopnaðan riffli í glugga á sjöttu hæð bókasafns við Elm-stræti og staðfesti fjöldi annarra að skotið hefði verið þaðan. Tæpri klukkustund eftir skotárásina fundu lögreglumenn riffil í herbergi á sjöttu hæðinni, auk þriggja skothylkja við fyrrnefndan glugga. Grunur beindist strax að Lee Harvey Oswald, 24 ára gömlum starfsmanni bókasafnsins, en sést hafði til hans í byggingunni nokkrum sekúndum eftir árásina. Lýst var eftir honum í kjölfarið og var hann stöðvaður af lögreglumanninum J.D. Tippit skammt frá Dealey-torgi. Oswald skaut Tippit fjórum sinnum og lést hann af sárum sínum. Starfsmaður skóbúðar sá Oswald laumast inn í kvikmyndahús nokkrum mínútum síðar og gerði lögreglu viðvart. Oswald var handtekinn í kvikmyndahúsinu klukkan 13:50, 80 mínútum eftir skotárásina á Dealey-torgi.Lee Harvey Oswald, á ljósmynd sem síðar varð fræg forsíða tímaritsins Life.Oswald skotinn til bana Fréttastofur um öll Bandaríkin fluttu fréttir af skotárásinni og voru venjubundnir dagskrárliðir rofnir til þess að færa þjóðinni tíðindin. Fyrstu fréttir fóru í loftið um tíu mínútum eftir árásina, en þá var ekki vitað um ástand forsetans. Það var skömmu eftir klukkan tvö sem landsmönnum voru færðar þær fregnir að hann væri látinn. Klukkan 14:38 sór Lyndon B. Johnson varaforseti embættiseið sem forseti Bandarikjanna. Það gerði hann um borð í forsetaflugvélinni á leið frá Dallas, með ekkju Kennedys sér við hlið. Hann hafði verið í bílalest forsetans og fylgdi honum á spítalann eftir skotárásina. Oswald neitaði við yfirheyrslur að hafa skotið forsetann en var engu að síður ákærður um kvöldið, bæði fyrir morðið á Kennedy og einnig fyrir morðið á lögreglumanninum Tippit. Oswald fór þó aldrei fyrir rétt, þar sem hann var skotinn til bana tveimur dögum síðar þegar verið var að flytja hann af lögreglustöðinni í Dallas í fangelsi. Það var veitingamaðurinn Jack Ruby sem skaut Oswald í bringuna í kjallara lögreglustöðvarinnar rétt fyrir hádegi þann 24. nóvember 1963, en hann birtist fyrirvaralaust í miklum mannfjölda sem fylgdist með fangaflutningnum. Oswald var fluttur á sama spítala og Kennedy hafði verið fluttur á tveimur dögum áður, og lést þar af sárum sínum skömmu eftir klukkan eitt eftir hádegi. Ruby sagðist við yfirheyrslur hafa viljað hlífa ekkju Kennedys við löngum og sársaukafullum réttarhöldum og því ákveðið að drepa Oswald. Árið 1964 var hann dæmdur fyrir morðið og hlaut hann dauðadóm. Hann lést í fangelsi árið 1967.Forsíður íslenskra blaða, 23. nóvember 1963.Kennedy minnst á Íslandi Warren-nefndin, rannsóknarnefnd undir stjórn Earls Warren dómsmálaráðherra, komst að þeirri niðurstöðu að Oswald hefði verið einn að verki. Margir Bandaríkjamenn trúa því hins vegar að svo sé ekki, og að morðið hafi verið samsæri. Þá hefur verið fjallað um morðið í ótal kvikmyndum, heimildamyndum og sjónvarpsþáttum. Kennedy var dýrkaður og dáður um víða veröld, meðal annars hér á landi, og helgina eftir morðið skrifuðu rúmlega 2.500 Íslendingar í minningarbók um forsetann í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. „Samúðaróskir þessar eru okkur til mikillar huggunar í sárum harmi,“ sagði James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þá var haldin minningarathöfn um Kennedy í Dómkirkjunni þann 26. nóvember, þar sem handhafar forsetavalds, ríkisstjórn Íslands, þingmenn og aðrir embættismenn voru viðstaddir. Mikill mannfjöldi fylgdist með athöfninni utan við Dómkirkjuna en hátölurum hafði verið komið fyrir á veggjum hennar. Þá var henni einnig útvarpað í Ríkisútvarpinu. „Hann barðist fyrir jafnrétti og sáttum milli þjóða. Þetta er hræðileg fregn,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef engin skilyrði til að dæma hvað valdið hefur þessum ósköpum, en segja mætti mér að Kennedy hafi goldið síns umburðarlyndis við litaða menn í Bandaríkjunum,“ sagði Emil Jónsson utanríkisráðherra. „Ég hef alltaf dáð Kennedy Bandaríkjaforseta því hann hefur ávallt verið talsmaður mannréttinda og mannasættir á alþjóðlegum vettvangi.“Heimildamynd um morðið á John F. Kennedy frá History Channel.Kvikmynd Abrahams Zapruder af morðinu, sú sem rannsóknarnefndin studdist við að mestu. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Í dag eru 50 ár liðin frá því að John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í borginni Dallas í Texas. Fréttamiðlar um allan heim minnast hans af því tilefni, en morðið hefur verið endalaus uppspretta gróusagna og samsæriskenninga í gegn um tíðina. Skotárásin var gerð klukkan hálf eitt eftir hádegi þann 22. nóvember 1963 í borginni Dallas í Texasfylki. Forsetaflugvélin hafði lent á Love Field-flugvellinum tæpri klukkustund áður og var forsetahjónunum John og Jackie ekið í gegn um miðborg Dallas þar sem áhorfendur stóðu í röðum og fylgdust með. Með hjónunum í eðalvagni forsetans var John Connally, ríkisstjóri Texas, og kona hans, auk bílstjórans og leyniþjónustumanns. Þegar bifreiðinni var ekið inn Elm-stræti á Dealey-torgi heyrðist hávær hvellur.Kennedy-hjónin í Dallas, 21. nóvember 1963.mynd/getty„Þeir ætla að drepa okkur öll“ Margir töldu fyrsta byssuskotið vera púðurkerlingu eða sprengingu úr púströri forsetabifreiðarinnar. Fljótlega varð fólki þó ljóst að ekki væri allt með felldu. Þá ber vitnum ekki saman um hversu mörgum skotum var hleypt af. Niðurstaða Warren-nefndarinnar, sem skipuð var viku eftir árásina, var sú að þremur skotum hefði verið hleypt af. Eitt þeirra hæfði forsetann í hálsinn og það síðasta í höfuðið. Uppi varð fótur og fit og reyndi forsetafrúin, Jackie Kennedy, að hlúa að eiginmanni sínum. Hann var þó nærri örugglega þegar látinn, enda hafði síðasta skotið gert stórt gat á höfuðkúpu hans við hægra gagnaugað og dreift ögnum úr heila hans og höfuðkúpu yfir bifreiðina. Connally ríkisstjóri var einnig alvarlega særður, en hann fékk skotsár á bringu, líklega af sömu byssukúlu og hafði áður farið í gegn um háls forsetans. „Nei, nei, nei. Guð minn góður. Þeir ætla að drepa okkur öll,“ öskraði Connally eftir að skotið hæfði hann. Bifreiðin staðnæmdist ekki heldur ók rakleitt á sjúkrahús þar sem Kennedy var úrskurðaður látinn klukkan eitt. Hann var 46 ára.Handtekinn í kvikmyndahúsi Vitni sagðist hafa séð mann vopnaðan riffli í glugga á sjöttu hæð bókasafns við Elm-stræti og staðfesti fjöldi annarra að skotið hefði verið þaðan. Tæpri klukkustund eftir skotárásina fundu lögreglumenn riffil í herbergi á sjöttu hæðinni, auk þriggja skothylkja við fyrrnefndan glugga. Grunur beindist strax að Lee Harvey Oswald, 24 ára gömlum starfsmanni bókasafnsins, en sést hafði til hans í byggingunni nokkrum sekúndum eftir árásina. Lýst var eftir honum í kjölfarið og var hann stöðvaður af lögreglumanninum J.D. Tippit skammt frá Dealey-torgi. Oswald skaut Tippit fjórum sinnum og lést hann af sárum sínum. Starfsmaður skóbúðar sá Oswald laumast inn í kvikmyndahús nokkrum mínútum síðar og gerði lögreglu viðvart. Oswald var handtekinn í kvikmyndahúsinu klukkan 13:50, 80 mínútum eftir skotárásina á Dealey-torgi.Lee Harvey Oswald, á ljósmynd sem síðar varð fræg forsíða tímaritsins Life.Oswald skotinn til bana Fréttastofur um öll Bandaríkin fluttu fréttir af skotárásinni og voru venjubundnir dagskrárliðir rofnir til þess að færa þjóðinni tíðindin. Fyrstu fréttir fóru í loftið um tíu mínútum eftir árásina, en þá var ekki vitað um ástand forsetans. Það var skömmu eftir klukkan tvö sem landsmönnum voru færðar þær fregnir að hann væri látinn. Klukkan 14:38 sór Lyndon B. Johnson varaforseti embættiseið sem forseti Bandarikjanna. Það gerði hann um borð í forsetaflugvélinni á leið frá Dallas, með ekkju Kennedys sér við hlið. Hann hafði verið í bílalest forsetans og fylgdi honum á spítalann eftir skotárásina. Oswald neitaði við yfirheyrslur að hafa skotið forsetann en var engu að síður ákærður um kvöldið, bæði fyrir morðið á Kennedy og einnig fyrir morðið á lögreglumanninum Tippit. Oswald fór þó aldrei fyrir rétt, þar sem hann var skotinn til bana tveimur dögum síðar þegar verið var að flytja hann af lögreglustöðinni í Dallas í fangelsi. Það var veitingamaðurinn Jack Ruby sem skaut Oswald í bringuna í kjallara lögreglustöðvarinnar rétt fyrir hádegi þann 24. nóvember 1963, en hann birtist fyrirvaralaust í miklum mannfjölda sem fylgdist með fangaflutningnum. Oswald var fluttur á sama spítala og Kennedy hafði verið fluttur á tveimur dögum áður, og lést þar af sárum sínum skömmu eftir klukkan eitt eftir hádegi. Ruby sagðist við yfirheyrslur hafa viljað hlífa ekkju Kennedys við löngum og sársaukafullum réttarhöldum og því ákveðið að drepa Oswald. Árið 1964 var hann dæmdur fyrir morðið og hlaut hann dauðadóm. Hann lést í fangelsi árið 1967.Forsíður íslenskra blaða, 23. nóvember 1963.Kennedy minnst á Íslandi Warren-nefndin, rannsóknarnefnd undir stjórn Earls Warren dómsmálaráðherra, komst að þeirri niðurstöðu að Oswald hefði verið einn að verki. Margir Bandaríkjamenn trúa því hins vegar að svo sé ekki, og að morðið hafi verið samsæri. Þá hefur verið fjallað um morðið í ótal kvikmyndum, heimildamyndum og sjónvarpsþáttum. Kennedy var dýrkaður og dáður um víða veröld, meðal annars hér á landi, og helgina eftir morðið skrifuðu rúmlega 2.500 Íslendingar í minningarbók um forsetann í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. „Samúðaróskir þessar eru okkur til mikillar huggunar í sárum harmi,“ sagði James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þá var haldin minningarathöfn um Kennedy í Dómkirkjunni þann 26. nóvember, þar sem handhafar forsetavalds, ríkisstjórn Íslands, þingmenn og aðrir embættismenn voru viðstaddir. Mikill mannfjöldi fylgdist með athöfninni utan við Dómkirkjuna en hátölurum hafði verið komið fyrir á veggjum hennar. Þá var henni einnig útvarpað í Ríkisútvarpinu. „Hann barðist fyrir jafnrétti og sáttum milli þjóða. Þetta er hræðileg fregn,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef engin skilyrði til að dæma hvað valdið hefur þessum ósköpum, en segja mætti mér að Kennedy hafi goldið síns umburðarlyndis við litaða menn í Bandaríkjunum,“ sagði Emil Jónsson utanríkisráðherra. „Ég hef alltaf dáð Kennedy Bandaríkjaforseta því hann hefur ávallt verið talsmaður mannréttinda og mannasættir á alþjóðlegum vettvangi.“Heimildamynd um morðið á John F. Kennedy frá History Channel.Kvikmynd Abrahams Zapruder af morðinu, sú sem rannsóknarnefndin studdist við að mestu.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira