Fleiri fréttir

Curiosity á leið í langan bíltúr

Leiðangur hins frækna Curiosity-jeppa, sem ferðast hefur um yfirborð plánetunnar Mars og sent ljósmyndir og aðrar upplýsingar til jarðar, er nú sagður vera að færast upp á næsta stig.

Söfnuðu símagögnum tugmilljóna notenda

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna fékk heimild, á grundvelli hryðjuverkalaga, til þess að fylgjast með símnotkun tugmilljóna viðskiptavina Verizon-símafyrirtækisins.

Boða til sáttafundar um Kaesong

Sáttahugur er í ríkjunum á Kóreuskaga sem hyggjast nú vinna að því að opna iðnaðarsvæðið í Kaesong á ný eftir að því var lokað í deilunum í vor.

Áfangasigur fyrir Assad

Stjórnarherinn í Sýrlandi náði undir sig afar mikilvægri borg í fyrr nótt þegar Qusair féll í hendur hans eftir þriggja vikna umsátur. Hezbollah-samtökin í Líbanon eru formlega orðin aðili að borgarastyrjöldinni.

Hékk á annarri hendi í 76 metra hæð

Breski ofurhuginn James Kingston klifraði á dögunum upp 76 metra háan byggingakrana í Southamtpon í Bretlandi án öryggisbúnaðar. Hann lét ekki þar við sitja og tók upp á því að hanga niður af krananum á annarri hendi þegar upp var komið.

Náðu Qusair úr höndum uppreisnarmanna

Hersveitir Sýrlandsstjórnar hafa náð bænum Qusair úr höndum uppreisnarmanna en bærinn, sem er við landamæti Líbanons er talinn hernaðarlega mikilvægur.

Meðlimur Navy SEALs í kynleiðréttingu

Kristin Beck á að baki feril sem engin önnur kona getur státað af. Hún var um tveggja áratuga skeið meðlimur í sérsveit bandaríska sjóhersins, Navy SEALs.

Fórnarlamba á Tiananmen-torgi minnst í Hong Kong

Búist er við því að tugir þúsunda munu koma saman í Viktoríugarði í Hong Kong í árlegri athöfn til að minnast mótmælanna á Tiananmen-torgi í Beijing, Torgi hins himneska friðar. 24 ár eru í dag liðin frá því að kínverski herinn réðist til atlögu gegn mótmælendum sem kröfust lýðræðisumbóta.

Sýrland: Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt

Ýmislegt bendir til þess að efnavopn hafi verið notuð í takmörkuðu magni í fjórum atvikum í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, en frekari rannsókna er þörf til að greina hvaða efni voru notuð og hver af hinum stríðandi aðilum beitti þeim.

Biðst afsökunar á ofbeldi

Bulent Arinc, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, hefur beðið þá mótmælendur afsökunar sem meiddust í aðgerðum lögreglu gegn friðsömum mótmælum gegn niðurrifi Gezi-lystigarðsins á föstudaginn. Hörð viðbrögð yfirvalda kveiktu mikið mótmælabál sem ekki sér enn fyrir endann á, en þúsundir hafa verið teknir höndum í óeirðum síðustu daga.

Lengsta orðið - ei meir

Lengsta orð þýskrar tungu, rindfleischetikettierungsueberwachungsaufgabenuebertragungsgesetz, var strikað út úr orðabókum fyrir skemmstu þar sem ekki er lengur not fyrir það.

Smyglköttur handsamaður í rússnesku fangelsi

Verðir í fangabúðum í nágrenni við borgina Syktyvkar í Rússlandi, um 1.000 kílómetra norð-austur af Moskvu, ráku upp stór augu á dögunum þegar þeir komu auga á kött á vappi við girðinguna, en sá virtist bera eitthvað á sér.

Mestu flóð í 70 ár

Mið-Evrópa á nú í mestu flóðum í 70 ár en einkum eru það Þýskaland, Austuríki, Sviss og Tékkland sem eru illa leikin.

Allsherjarverkfall í Tyrklandi

Ástandið í Tyrklandi fer hríðversnandi dag frá degi. Þar er nú brostið á með allsherjarverkfalli í Tyrklandi.

Dropinn sem fyllti mælinn í Tyrklandi

Átök hafa geisað í Tyrklandi síðustu fjóra daga. Hörð viðbrögð lögreglu gegn friðsömum mótmælum leystu úr læðingi innibyrgða óánægju almennings. Erdogan forsætisráðherra hefur verið sakaður um alræðistilburði en blæs sjálfur á allt slíkt.

119 fórust í eldsvoðanum í Kína

Að minnsta kosti 119 manns létu lífið í eldsvoða sem kom upp eftir að sprenging varð í hænsnabúi í norð-austurhluta Kína í morgun. Harmleikurinn þykir varpa ljósi á slæmar öryggisaðstæður í framleiðslugeiranum í landinu.

Minnast Tianamen-ódæða svartklædd

Andófsmenn í Kína hvöttu almenning til þess að klæðast svörtu á morgun til að minnast þess að þá verða 24 ár liðin frá því að friðsamleg mótmæli á Tiananmen-torgi voru barin niður með hervaldi.

Scooter yfirbugaður með rafbyssu

Lamadýrið Scooter lét aldeilis hafa fyrir sér þegar hann slapp úr girðingu sinni um helgina, en lögregluþjónar í Tallahassee sáu sig knúna til að skjóta á dýrið með rafbyssu til að yfirbuga hann.

Réttarhöldin yfir Manning hefjast í dag

Réttarhöldin yfir Bradley Manning hefjast í dag nú meira en þremur árum eftir að hann var handtekinn í Írak sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum.

Skógareldar í Kaliforníu

Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforniu og hafa 2000 manns þurft að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Los Angeles vegna þeirra.

Nýr forsætisráðherra Palestínumanna

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, útnefndi í gær lítt þekktan háskólamann sem nýjan forsætisráðherra: Rami Hamdallah tekur við af Salam Fayyad.

93 farast í eldsvoða í Kína

Í það minnsta 93 fórust og fjöldi manna slasaðist þegar eldur gaus upp í alifuglasláturhúsi í Jilin í Norðaustur-Kína í morgun.

Hafa áhyggjur af ástandinu

Margir hafa fallið í dag í bardögum Sýrlenskra uppreisnarmanna og liðsmanna Hezbollah samtakanna í Líbanon.

Mótmæli í 48 borgum

Mótmæli gegn stjórnvöldum í Tyrklandi halda áfram að breiðast út og í gær var mótmælt í fjörutíu og átta borgum í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir