Fleiri fréttir

Stytta af Parks á Bandaríkjaþingi

Rosa Parks varð fræg fyrir að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni. Í gær sagðist Barack Obama eiga það ekki síst baráttu hennar að þakka að hafa getað orðið forseti Bandaríkjanna.

Seldi nafn barnsins á netinu - Hvaða nafn velja netverjar?

Þunguð kona í Bandaríkjunum, Natasha Hill, hefur falið netverjum að hlutast til um nafn ófædds barns síns. Þó ótrúlegt megi virðast sóttist hin 26 ára gamla Natasha eftir því að leyfa internetinu að skera úr um nafngiftina. Hún er komin þrjá mánuði á leið.

Audrey Hepburn snýr aftur til að selja súkkulaði

Frægðarstjarna leikkonunnar Audrey heitinnar Hepburn skein sem skærast á gullöld kvikmyndina um miðbik tuttugustu aldarinnar. Þessi goðumlíka stjarna er snúin aftur og það til að selja súkkulaði.

Dauðinn sem stórkostlegt augnablik

Bresku líknarsamtökin Marie Curie svipta hulunni af nýrri auglýsingaherferð í kvöld. Þar er dauðinn borinn saman við barnsburð en átakið er tilraun til að birta fráfall einstaklings í jákvæðu ljósi, sem álíka stórkostlegt augnablik og fæðingu.

Krúttlegasta björgun í manna minnum

Þyrluflugmaður í Kanada kom hjálparlausu dádýri til bjargar í Nova Scotia í vikunni. Hjartardýrið átti erfitt með að fóta sig á ísilögðu vatni og barðist þar fyrir lífi sínu. Það sem gerir þessa björgun einstaka er sú staðreynd að dádýrið var ekki híft upp og flutt í land, þvert á móti ákvað flugmaðurinn að blása dýrinu hægt yfir ísinn.

Átta ára stelpa keyrir á 100 kílómetra hraða

Myndband af átta ára rússneskri stúlku að keyra bíl í Sánkti Pétursborg í Rússlandi hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu síðustu daga. Þar sést stúlkan ná 100 kílómetra hraða á meðan móðir hennar tekur athæfið upp á myndbandsupptökuvél.

Páfi í paradís

Þegar Benedikt XVI hefur kvatt kardínála og starfsfólk í Vatíkaninu í dag verður flogið með hann í þyrlu til þorpsins Castel Gandolfo, sem staðsett er rúmum 30 kílómetrum fyrir sunnan Róm.

Páfinn kveður í dag

Benedikt XVI, fæddur Joseph Aloisius Ratzinger, lætur af störfum páfa í dag, aðeins rúmum tveimur vikum eftir að hann tilkynnti um afsögn sína.

Danir segja sig úr þjóðkirkjunni sem aldrei fyrr

Yfir 21.000 manns í Danmörku sögðu sig úr þjóðkirkju landsins á síðasta ári. Þessi fjöldi hefur aldrei verið meiri og úrsagnirnar jukust um yfir 7.500 miðað við árið á undan.

Hefur tekist að snúa öllu á hvolf á Ítalíu

Ítalski stjórnmálaleiðtoginn Beppe Grillo tekur sér stöðu meðal fólksins gegn ráðamönnum og stjórnmálaelítunni. Hann útilokar þátttöku í stjórnarsamstarfi en reiknar með að gömlu vinstri og hægri öflin reyni að mynda breiða stjórn.

Drög að Marsferð kynnt - Óska eftir þolinmóðum geimförum

Ferðalög til Mars, næsta nágranna Jarðar, eru greinilega ekki fjarlægur möguleiki, ef marka má bandaríska auðkýfinginn Dennis Tito og hugmyndir hans. Á blaðamannafundi í dag svipti milljarðamæringurinn hulunni af fyrirtækinu The Inspiration Mars Foundation sem ætlar að senda fyrstu geim-ferðalangana til Mars árið 2018.

Ótrúlegt myndband frá hrapi loftbelgsins í Egyptalandi

Ferðamaður í Egyptalandi náði ótrúlegum myndum af því þegar loftbelgur sprakk hátt yfir Dal konunganna í Egyptalandi í vikunni. Nítján manns fórust í slysinu sem átti sér stað skammt frá Lúxor. Belgurinn var í 300 metra hæð þegar eldurinn kom upp.

Læstu ógnandi nemanda inni

Sex manns vikið úr starfi við grunnskóla eftir að nemandi með hníf var læstur inni í herbergi.

Morðinginn meðal hinna látnu

Skotárás varð í timburverksmiðju í Sviss um níuleytið í morgun og féllu þrír í árásinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er morðinginn þeirra á meðal.

Okawa elst í heimi - "Ég er rosalega ánægð"

Japanska konan Misao Okawa var í gær útnefnd elsta kona í heimi en hún er 114 ára gömul. Japanir eiga nú bæði elstu konu og elsta karl í heimi, samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Lést eftir hákarlaárás

47 ára karlmaður beið bana undan ströndum borgarinnar Auckland á Nýja Sjálandi eftir að hákarl réðist á hann.

Stórt draugaskip á reki um Norður Atlantshafið

Stórt mannlaust og vélarvana draugaskip rekur nú stjórnlaust um Norður Atlantshafið og getur skapað hættu fyrir skipaumferð. Hinsvegar vill enginn bera ábyrgð á þessu skipi.

Arftakinn virðist vera fundinn

Um helgina var Miguel Diaz-Canel kosinn varaforseti Kúbu, en Raul Castro verður áfram forseti. Valið er í þessi embætti á þjóðþingi landsins, sem kemur saman tvisvar á ári og samþykkir lög oftast umræðulítið.

Pattstaða á nýja þinginu

Pattstaða er komin upp á ítalska þinginu eftir kosningarnar. Fimm stjörnu hreyfing grínistans Beppes Grillo virðist vart líkleg til að koma til bjargar.

Klámhundur eða aulabárður?

Belgískur prófessor við háskóla í Hollandi var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að hann opnaði klámsíðu í miðri fjarkennslu. Maðurinn, sem er prófessor í efnafræði, sagði hollenskum fjölmiðlum í dag að hann hefði opnað síðuna fyrir mistök.

Vísindalegt bónorð vænlegt til vinnings

Bónorðin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ástralskur eðlisfræðingur beitti vísindalegum aðferðum þegar hann bað um hönd kærustu sinnar á dögunum.

Biðst afsökunar á „blackface“-gervi

Ríkisþingmaður New York-fylkis, Dov Hikind, hefur beðist afsökunar á ljósmynd sem sýnir hann í "blackface“-gervi. Fréttastofa CNN greinir frá.

Benedikt heldur páfatitlinum

Benedikt sextándi páfi mun verða kallaður páfi emeritus og mun halda heiðurstitlinum hans heilagleiki eftir að hann hættir störfum sem páfi á fimmtudaginn. Vatíkanið tilkynnti þetta í dag.

Stafrænum ermum bætt á kjól Obama

Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, tilkynnti um sigur kvikmyndarinnar Argo á Óskarsverðlaunaafhendingunni, en kjóllinn hennar vakti misjafna lukku í Íran.

Kaffiverkfall hafið í Kólombíu

Heimsmarkaðsverð á kaffi fer hækkandi þessa stundina þar sem þúsundir landbúnaðarverkamanna á kaffiekrum í Kólombíu eru komnir í verkfall. Kólombía er fjórði stærsti útflytjandi á kaffi í heiminum.

Grínistinn Grillo í lykilstöðu

Bandalag vinstri- og miðjuflokka hlaut flest atkvæði í kosningum til neðri deildar Ítalíuþings. Þeir höfðu ríflega 30 prósent þegar búið var að telja um þrjá fjórðu atkvæða í gærkvöldi. Hægri flokkarnir, með hinn umdeilda Silvio Berlusconi í fararbroddi, voru þá með um 28,5 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir