Fleiri fréttir

Útgönguspár benda til að Berlusconi sé í vænlegri stöðu

Útgöngurspár á Ítalíu benda til þess að mið-vinstriflokkurinn, sem Pier Luigi Bersani veitir forystu, hafi hlotið flest atkvæði í neðri deild þingsins. Búist var við því að Bersani og félagar myndu fá 34,5% í efri deildinni og flokkur Silvios Berlusconis myndi fá 29%. En útgönguspár benda til þess að Berlusconi fái flest atkvæðin í efri deildinni. Kosningum á Ítalíu lauk klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma en þær höfðu staðið yfir í tvo tíma.

Skiptar skoðanir á Óskarskynni

Gert lítið úr minnihlutahópum? Hæfilega fyrir neðan beltisstað? Spaugsemi aðalkynnis Óskarsverðlaunaafhendingarinnar, sem fram fór í gærkvöldi, er umdeild.

Rússar banna reykingar

Rússar hafa ákveðið að fylgja fordæmi annarra þjóða og bannað reykingar á almannafæri í landinu. Vladimir Pútín, forseti landsins, hefur skrifað undir lög þess efnis sem taka gildi í sumar.

Óskarsverðlaunin á fimm mínútum

Eins og fram hefur komið vann kvikmyndin Argo Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins 2012, en Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram í kvöld. Daniel Day-Lewis var valinn besti aðalleikari fyrir hlutverk sitt í Lincoln og Jennifer Lawrence var valin besta aðalleikona fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Dagskráin var löng og ítarleg en í meðfylgjandi myndskeiði er stiklað á stóru á tæplega fimm mínútum.

Úlfur á ferð á Jótlandi í fyrsta sinn í 200 ár

Náðst hefur mynd af úlfi á Harrild heiðinni sem er á miðju Jótlandi í Danmörku. Myndin náðist á sjálfvirka myndavél sem komið hafði verið fyrir á stað þar sem krónhjörtum er gefið á garðann.

Raúl Castro ætlar að hætta árið 2018

Raúl Castro, bróðir Fidels, var kjörinn forseti Kúbu til næstu fimm ára af þjóðþingi eyjunnar um helgina. Jafnframt tilkynnti Raúl að hann myndi draga sig í hlé að þeim tíma loknum eða árið 2018.

Daniel Day-Lewis hlaut söguleg Óskarsverðlaun

Daniel Day-Lewis skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik karlmanns í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Lincoln Bandaríkjaforseta í samnefndri mynd.

Argo hreppti hnossið

Kvikmyndin Argo vann Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins 2012. Daniel Day-Lewis var valinn besti aðalleikari og Jennifer Lawrence besta aðalleikona.

Fimm verðlaun komin

Fyrstu verðlaun Óskarsverðlaunanna hafa verið afhent. Christoph Waltz er besti leikari í aukahlutverki og Brave er besta teiknimyndin.

Óskarsverðlaunin rúlla af stað

Á miðnætti hófst útsending frá Dolby-leikhúsinu í Los Angeles, þar sem Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram klukkan 01:30. En fjörið er byrjað á rauða dreglinum.

Síðustu myndirnar af Reevu

Síðustu myndir sem teknar voru af Reevu Steenkamp heitinni, unnustu Oscars Pistorius. Á myndunum, sem fengnar eru úr öryggismyndavél, sést Reeva þegar hún er að koma að heimili sínu, þann þrettánda febrúar, daginn áður en hún lést.

100 þúsund fengu síðustu blessun páfa

Benedikt páfi sextándi blessaði í síðasta skipti úr glugga sínum við Péturstorg í Róm í dag. Mikil mannfjöldi fylgdist með síðustu blessun páfans.

Óvænt endalok Benedikts páfa

Afsögn Benedikts XVI. páfa kom flestum á óvart og margir hafa lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, einkum þó frekari vandræði kaþólsku kirkjunnar vegna barnaníðsmála sem t

33 áhorfendur slösuðust í Daytona

Þrjátíu og þrír áhorfendur hið minnsta slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar tíu bíla árekstur varð í bandaríska NASCAR kappakstrinum í Daytona í gærkvöldi.

Nokkrir líklegir arftakar

Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið.

Risamynd af London

Breska fjarskiptafyrirtækið BT Group hefur birt risamynd af höfðuborg Englands í tilefni þess að Ólympíuleikarnir og Ólympíumótið fóru fram í borginni á síðasta ári.

Bróðir Pistorius ákærður fyrir morð af gáleysi

Carl Pistorius, bróðir frjálsíþróttakappans Oscar Pistorius sem sakaður er um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði, bíður þess að réttað verði yfir sér í aðskildu morðmáli.

Í fangelsi í 1000 daga

Stuðningsfundir voru haldnir í dag víða um heim til að minnast þess að bandaríski hermaðurinn, Bradley Manning, hefur setið í fangelsi í 1000 daga. Manning er sakaður um að hafa stolið gögnum úr bandaríska utanríkisráðuneytinu og látið þau í hendur WikiLeaks. Manning á að fara fyrir herrétt í næstu viku vegna ásakananna, að því er fram kemur á fréttavef Guardian.

Pistorius dvelur á heimili frænda síns

Lífið á tryggingu er hafið hjá suður-afríska spretthlauparanum Óskari Pistoríus sem í gær var leystur úr haldi gegn tæplega fjórtán milljóna króna tryggingafé. Forsíður blaðanna fóru hamförum í morgun og sitt sýnist hverjum um framvindu mála.

Stórkostlegt sólgos

Gos á sólinni geta verið margs konar. Sum birtast í formi sólblossa, aðrar sem kórónuskvettur eða þá sem skrýtin form sem eiga rætur sínar að rekja til breytinga í segulsviði.

Byssumaður á skólalóð MIT

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að byssumaður hafi sést á skólalóð Tækniháskólans í Massachusetts, MIT.

Faðir Reevu Steenkamp tjáir sig

"Það eru aðeins tveir sem vita fyrir víst hvað gerðist og þeir eru Oscar Pistorius og Guð,“ sagði Barry Steenkamp við dagblaðið Beeld í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Brellufólk vestanhafs ósátt

Kvikmyndin Sagan af Pí í leikstjórn Ang Lee þykir líkleg til þess að hreppa verðlaun fyrir bestu tæknibrellur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer vestanhafs á morgun. Þrátt fyrir það er tæknifólkið afar ósátt.

Eitra fyrir snákum með músum

Bandaríkin stefna á að útrýma Brúna tré snáknum á eyjunni Gvam, yfirráðasvæði sínu í Vestur-Kyrrahafi með frumlegum hætti.

Tólf ára ekki spurð um fararleyfi

Flugfélögum ber engin skylda til að kanna hvort börn á aldrinum 12 til 18 ára hafi leyfi forráðamanns til að ferðast ein. Þessi svör fékk norsk móðir hjá Icelandair, SAS og Norwegian. Sautján ára sonur hennar strauk að heiman og enginn vissi hvar hann var fyrr en hann birtist allt í einu á Íslandi, að því er kemur fram í frétt á vef Verdens Gang.

Ósáttur Banksy - „Af hverju?“

Götulistamaðurinn Banksy lét til skara skríða í Haringey-hverfinu í Lundúnum í vikunni. Listamaðurinn dularfulli mótmælti því að óprúttnir aðilar hefðu skorið gamalt verk hans út úr vegg og komið á uppboð í Bandaríkjunum.

Frankenstein og Hitler í kjöri

Maður að nafni Adolf Lu Hitler er í framboði til héraðsþings í Meghalya á Indlandi, þar sem gengið verður til kosninga á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir