Erlent

Brellufólk vestanhafs ósátt

Ang Lee, leikstjóri Sögunnar af Pí.
Ang Lee, leikstjóri Sögunnar af Pí. Nordicphotos/Getty
Kvikmyndin Sagan af Pí í leikstjórn Ang Lee þykir líkleg til þess að hreppa verðlaun fyrir bestu tæknibrellur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer vestanhafs á morgun. Þrátt fyrir það er tæknifólkið afar ósátt.

Hluti tækniliðsins ráðgerir mótmæli til þess að vekja athygli á kjarabaráttu sinni og hve slæmt fólk í þeirra geira hafi það. Flugvél með borða mun fljúga yfir Dolby-leikhúsið í Hollywood á meðan fræga fólkið mætir á rauða dregilinn í aðdraganda hátíðarinnar.

Á borðanum mun standa: „Miðasala + gjaldþrot = tæknibrellur vfxunion.com"

Tæknifólkið vísar þar til nýlegrar óskar Rhythm & Hues um að taka kvikmyndaverið til gjaldþrotaskipta. Þá rak El Segundo kvikmyndaverið 250 starfsmenn sína á dögunum sem leiddi til lögsóknar af hendi eins starfsmanns sem taldi ekki nægan fyrirvara á uppsögninni.

„Það er kaldhæðnislegt að þetta sé að gerast núna," segir Dave Rand einn af sérfræðingum í tæknibrellum hjá Rhyth & Hues. „Sagan af Pí er tilnefnd sem besta myndin og fyrir bestu tæknibrellur en á sama tíma er fyrirtækið sem sá um mestan hluta vinnunnar á leið í gjaldþrot. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greitt í fimm vikur," segir Rand.

Nánar á vef L.A. Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×