Fleiri fréttir

Beitir sér af alefli gegn Capriles

Henrique Capriles, forsetaframbjóðandi í Venesúela, sakar Hugo Chavez forseta um að hafa gefið ríkisstarfsmönnum bæði rauðan bol og frí í vinnunni einn dag til að taka þátt í kosningasamkomu á fimmtudaginn. Þeim hafi verið gert skylt að mæta á fundinn.

Viðurkennir að hafa sagt dellu

„Í þetta skiptið sagði ég eitthvað sem er bara algerlega rangt,“ sagði Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, um sín eigin ummæli á fjáröflunarfundi í maí. Á fundinum hélt hann því fram að 47 prósent Bandaríkjamanna greiddu ekki tekjuskatt, og að hann gæti aldrei gert sér vonir um atkvæði þessa fólks. Það myndi kjósa Barack Obama vegna þess að það vildi vera á ríkisframfæri. Núna segist hann kominn á þá skoðun að „þessi kosningabarátta snúist öll um hundrað prósentin“.- gb

Abu Hamza framseldur

Breskur dómstóll kvað upp úr með það í gær að íslamistaklerkurinn Abu Hamza al-Masri og fjórir aðrir grunaðir hryðjuverkamenn skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í átta ár.

Grunaður um að hafa myrt April Jones

Breti á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones sem leitað hefur verið að í Wales frá því á mánudag.

Bandarískur ferðamaður hóf skothríð á ísraelsku hóteli

Bandarískur ferðamaður skaut einn til bana á hóteli í bænum Eliat í Ísrael í morgun. Samkvæmt fréttastofunni Reuters náði maðurinn byssu af öryggisverði á hótelinu og skaut samstarfsmann hans til bana. Því næst lokaði árásarmaðurinn sig inni í eldhúsi hótelsins. Óstaðfestar fregnir herma að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglu.

Abba-safn opnað í Svíþjóð

Það líður ekki á löngu þar til aðdáendur Abba geta komist í návígi við búninga sem fjórmenningarnir í hljómsveitinni klæddust, sungið Abbalögin í karókí og skoðað myndir af gömlu stjörnunum úr hljómsveitinni í fullri stærð. Abba-safn verður opnað í Svíþjóð á næsta ári.

Kitchen Aid grínaðist með látna ömmu Obama

Forsvarsmenn bandaríska heimilistækjaframleiðandans, Kitchen Aid, báðust í gærkvöldi afsökunar á skilaboðum sem send voru út á Twitter-síðu fyrirtækisins eftir kappræður forsetaframbjóðandanna á miðvikudagskvöld.

Um 70 milljónir horfðu á kappræðurnar

Rétt rúmlega 67 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á kappræður milli Baracks Obama og Mitts Romney forsetaframbjóðenda sem fram fór í fyrrinótt. Ellefu sjónvarpsstöðvar sýndu frá kappræðunum, eftir því sem fram kom á fréttavef Reuters.

50 ár frá fyrstu smáskífu Bítlanna

Í dag eru fimmtíu ár frá því að Bítlarnir gáfu út fyrstu smáskífu sína, Love me do. Í tilefni af því ætla aðdáendur sveitarinnar að hittast í Liverpool og syngja lagið, sem var titillag smáskífunnar.

Fimm ára stúlkunnar enn saknað

Karlmaður á fimmtugsaldri er enn í haldi lögreglunnar í Wales í tengslum við hvarf fimm ára telpu frá heimili sínu á mánudag.

Sýrlendingar báðust afsökunar

Tyrkneska þingið samþykkti í gær heimild til hernaðaraðgerða gegn Sýrlandi, daginn eftir að sprengjuárás frá Sýrlandi varð fimm manns að bana í Tyrklandi.

Segir rannsóknina ómarktæka

Nýleg frönsk rannsókn, sem bendir til þess að ákveðinn erfðabreyttur maís og illgresiseyðirinn Roundup valdi æxlismyndun, er ekki byggð á nægilega sterkum vísindalegum grunni til þess að ástæða sé til endurskoðunar á Evrópulöggjöf. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum Matvælastofnunar Evrópu (EFSA), sem tók málið fyrir að ósk framkvæmdastjórnar ESB, eftir útkomu rannsóknarinnar.

Handhafar Nóbels kynntir í næstu viku

Nóbelsverðlaunahafar þessa árs verða kynntir í næstu viku. Sem fyrr ríkir mikil spenna fyrir friðarverðlaunum Nóbels sem og Nóbelsverðlaunum í bókmenntum.

April Jones enn leitað

Leit stendur enn yfir að April Jones, fimm ára gamalli stúlku sem hvarf skammt frá heimili sínu í Wales á mánudag. Hátt í fjörutíu rannsóknarlögreglumenn koma að leitinni en talið er að telpan sé enn í nágrenni við heimabæ sinn.

Kafa eftir leyndardómum Forngrikkja

Fornleifafræðingar munu á næstunni rannsaka rómverskt skipsflak á hafsbotni við Grikkland. Þeim var heldur brugðið, veiðimönnunum sem uppgötvuðu flakið árið nítjánhundruð. Þeir tilkynntu yfirvöldum að hrúgu af dauðum og allsnöktum konum væri að finna á hafsbotni við eyjuna Antikythera.

Kannabisplantan hentug til krabbameinslækninga

Rannsókn lækna við háskólasjúkrahúsið í San Francisco hefur leitt í ljós að efnasamband, sem finna má í kannabisplöntunni, gæti komið í veg fyrir meinvörp og bylt krabbameinslækningum.

Fyrstu kappræðurnar: Romney ótvíræður sigurvegari

Forsetaefni Repúblikana fór með sigur úr býtum í fyrstu kappræðum fyrir kosningar. Það var hart tekist á í Denver í nótt þar sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins og fyrrum ríkisstjóri Massachusettsfylkis, mættust á sviði í fyrsta sinn.

Átján börn grófust undir

Átján börn grófust undir í skriðufalli í suðvestur Kína í nótt. Börnin voru í skólahúsi bæjarins þegar skriðan féll. Tvö önnur hús grófust einnig undir skriðunni.

Strauss-Kahn andar léttar

Saksóknari í Frakklandi hefur hætt rannsókn á máli Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem var grunaður um að hafa tekið þátt í hópnauðgun í New York.

Mikil spenna fyrir kvöldið

Það er óhætt að segja að spenna ríki fyrir fyrstu kappræðum forsetaframbjóðandanna í bandarísku forsetakosningunum, en kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt.

Ráðningasamningur við Anders Fogh framlengdur

Fulltrúar Atlantshafsbandalagsríkjanna 28 ákváðu á fundi í dag að framlengja ráðningasamning við Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Ráðningasamningurinn átti að renna út þann 1. ágúst á næsta ári, en Anders Fogh mun gegna embættinu til 1. ágúst 2014 hið minnsta.

Aukin glæpatíðni í New York - Apple um að kenna

Aukin glæpatíðni í New York er rakin beint til stórfyrirtækisins Apple. Þetta tilkynnti Ray Kelly, lögreglustjóri New York-borgar, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að þjófnaður á iPod-spilurum, iPhone snjallsímum og iPad spjaldtölvunum hefði aukist gríðarlega á síðustu árum.

Árásin í Benghazi var hryðjuverk

Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum.

Fyrstu kappræðurnar í kvöld

Fyrstu kappræðurnar af þremur milli Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, fara fram í Denver í kvöld.

Bítlar gæða sér á fiski og frönskum í nýju myndbandi

Áður óséð myndskeið af Bítlunum hefur nú komið í leitirnar. Myndbandið er frá árinu nítjánhundruð sextíu og sjö en í því má sjá Bítlana gæða sér á fiski og frönskum þegar félagarnir tóku sér pásu frá tökum á kvikmyndinni Magical Mystery Tour.

April enn leitað

Fjörutíu og sex ára gamall karlmaður var handtekinn í Wales í gær í tengslum við hvarf fimm ára gamallar telpu. Stúlkan, sem heitir April Jones, hvarf skammt frá heimili sínu á mánudag en hún var að leik með vinum þegar hún var numin á brott.

Skullu saman á Kringlumýrarbraut

Ökumenn tveggja bíla slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar bílar þeirra skullu saman á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Óvíst með niðurstöðu þingkosninga í Georgíu

Stjórnarandstæðingar í Georgíu og leiðtogi þeirra, auðkýfingurinn Bidsína Ivanishvíli, hafa lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í gær. Þingflokkur Saakashvíli, Georgíuforseta, hefur gert slíkt hið saman.

Íhuga að kæra J.K. Rowling

Trúarhópur Síka í Bretlandi íhugar að kæra J.K. Rowling, höfund bókaraðarinnar um Harry Potter. Síkar halda því fram að Rowling hafi farið ófögrum orðum um unga Síka-stúlku í nýjustu bók sinni, The Casual Vacancy, og að rithöfundurinn hafi móðgað trú Síka.

Brutust inn í tölvukerfi Hvíta hússins

Tölvuþrjótar réðust á eitt af tölvukerfum Hvíta hússins í gær. Samkvæmt talsmanni Bandaríkjaforseta komust tölvurefirnir ekki yfir leynileg gögn eins og fyrst fregnir gáfu til kynna.

Ný uppgötvuð halastjarna gæti orðið sú bjartasta í sögunni

Það voru rússneskir stjörnufræðingar sem uppgötvuðu halastjörnuna í síðastliðnum mánuði. Í kjölfarið hlaut hún nafnið 2012 S1. Hún var þá í um 90 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðinni eða mitt á milli Satúrnús og Júpíter.

Jarðskjálfti við Japan

Öflugur jarðskjálfti, að stærðinni sex komma tveir, varð í gærkvöld um hundrað kílómetra norðaustur af Japan. Upptök skjálftans voru á tæplega tíu kílómetra dýpi undir hafsbotni.

Ikea fjarlægir konur úr kynningarbæklingi

IKEA sætir nú gagnrýni eftir að fyrirtækið eyddi öllum konum úr kynningabæklingi sínum í Sádí-Arabíu.Það var sænski fréttamiðillinn Metro sem greindi frá þessu í gær. Í umfjöllun blaðsins mátti sjá ljósmyndir úr bæklingi IKEA þar sem allar konur höfðu verið fjarlægðar með hjálp myndvinnsluforrita.

Adele flytur titillag James Bond

Breska stórsöngkonan Adele mun syngja titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond.

Hátt í 40 látnir eftir ferjuslys

Þrjátíu og sex hið minnsta fórust og fjöldi slasaðist þegar tvær ferjur lentu í árekstri við strendur Hong Kong í gærkvöld. Leki kom upp í minni ferjunni eftir áreksturinn og sökk hún fljótlega eftir slysið.

Segir SÞ styðja hryðjuverkalið

Walid al Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, segir að enginn friður geti orðið í Sýrlandi fyrr en nágrannalöndin hætti að styðja hryðjuverkamenn.

Segja stuðningsmenn Assange ábyrga fyrir tölvuárásum

Fjöldi tölvuárása var gerður á sænska fjölmiðla og aðrar sænskar stofnanir í dag. Talið er að þar hafi verið að verki stuðningsmenn Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Assange er, sem kunnugt er, sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum þar í landi.

Mark Zuckerberg hitti Medvedev

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hitti Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússa og fyrrverandi forseta, í dag. Gott samtal við Medvedev, sagði Zuckerman á fésbókarvegg sínum. Zuckerberg heimsótti líka Rauða torgið, fékk sér að borða á McDonalds og tók þátt í að dæma í keppni á milli rússneskra forritara. Í frétt á vef The New York Times segir að einn af stofnendum Facebook, Sergey Brin, sé rússneskur að uppruna.

Nöfn þeirra sem létust lesin upp

Rannsóknarnefnd, sem hefur það verkefni að kanna skotárásirnar í Marikana námunni í Suður-Afríku í ágúst síðastliðnum, tók til starfa í dag. Nefndin hóf störf sín á því að lesa upp nöfn þeirra sem létust.

Fyrirtöku í máli Pussy Riot frestað

Fyrirtöku á áfrýjunarmáli þriggja kvenna úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot var frestað í morgun. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í ágúst.

Sjá næstu 50 fréttir