Erlent

Abu Hamza framseldur

Abu Hamza al-Masri
Abu Hamza al-Masri
Breskur dómstóll kvað upp úr með það í gær að íslamistaklerkurinn Abu Hamza al-Masri og fjórir aðrir grunaðir hryðjuverkamenn skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í átta ár.

Abu Hamza er talinn hafa staðið fyrir gíslatöku í Jemen árið 1998 sem kostaði fjögur mannslíf. Upphaflega var farið fram á framsal hans árið 2004 en það gekk ekki eftir þar sem hann var fljótlega í kjölfarið dæmdur í Bretlandi fyrir að hvetja til ódæðisverka í guðsþjónustum sínum.

Fjórmenningarnir voru fluttir úr fangelsinu í lögreglufylgd í gærkvöldi áleiðis í bandarískar herstöðvar. Þaðan er talið að þeim verði flogið vestur um haf.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×