Erlent

Hátt í 40 látnir eftir ferjuslys

Frá vettvangi í Hong Kong
Frá vettvangi í Hong Kong mynd/AP
Þrjátíu og sex hið minnsta fórust og fjöldi slasaðist þegar tvær ferjur lentu í árekstri við strendur Hong Kong í gærkvöld. Leki kom upp í minni ferjunni eftir áreksturinn og sökk hún fljótlega eftir slysið.

Um hundrað og tuttugu manns voru í ferjunni. Fólkið var á leið í Viktoríuhöfn þar sem mikil flugeldasýning átti að fara fram í tilefni af sextíu og þriggja ára afmæli Kínverska Alþýðulýðveldisins.

Níu eru sagðir vera í lífshættu og enn stendur leit yfir að eftirlifendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×