Erlent

Piltur ættaður frá Íslandi lést eftir skotbardaga við lögreglu

mynd/Google
Nítján ára gamall piltur, af íslensku bergi brotinn, búsettur í Salina í Kansas, féll fyrir eigin hendir eftir rúmlega sex klukkustunda umsátur lögreglu.

Til skotbardaga kom milli piltsins, Marijon Gadson, og lögreglu eftir að tilkynnt var um bílþjófnað seint á fimmtudagskvöld. Þegar lögreglan kom að húsi Gadsons skaut hann að lögreglumönnunum. Einn lögreglumaður særðist en hann var skotinn í hægra augað. Sex klukkustundum seinna braut lögreglan sér leið inn í húsið.

Marijon Gadson
Jim Hill, lögreglustjórinn í Salina, sagði á blaðamannafundi á föstudaginn að lögreglumennirnir hefðu fundið Gadson látinn í kjallara hússins. Þá eru yfirgnæfandi líkur á að hann hafi svipt sig lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×