Erlent

Ný uppgötvuð halastjarna gæti orðið sú bjartasta í sögunni

Túlkun listamanna á flugi 2012 S1.
Túlkun listamanna á flugi 2012 S1. mynd/Space.com
Það voru rússneskir stjörnufræðingar sem uppgötvuðu halastjörnuna í síðastliðnum mánuði. Í kjölfarið hlaut hún nafnið 2012 S1. Hún var þá í um 90 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðinni eða mitt á milli Satúrnús og Júpíter.

Þegar aðdráttarafl Sólar eykst hrynja ís- og rykagnir af halastjörnunni. Í kjölfarið myndast gríðarlega langur hali sem vísindamenn telja að muni lýsa upp næturhimininn hér á jörðu niðri.

Í samtali við National Geographic sagði Raminder Samra hjá Geimvísindastofnun Kanada að halastjarnan komi til með að þjóta framhjá Jörðinni á vetrarmánuðum næsta árs eða snemma árið tvö þúsund og fjórtán.

Hann sagði að halastjarnan muni að öllum líkindum verða margfalt bjartari en tunglið sjálft. Þá er möguleiki á að halastjarnan verði sú bjartasta sem heilsað hafi jörðinni í gegnum tíðina.

Samra tekur þó fram að halastjörnur eru afar óútreiknanleg fyrirbæri. Lengi vel hafa vísindamenn ekki reynst sannspáir þegar kemur að því að áætla komu og birtu halastjarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×