Erlent

Mark Zuckerberg hitti Medvedev

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg og Dmitri Medvedev ræddu saman í dag.
Mark Zuckerberg og Dmitri Medvedev ræddu saman í dag. mynd/ afp.
Mark Zuckerberg, aðalstofnandi Facebook, hitti Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússa og fyrrverandi forseta, í dag. Gott samtal við Medvedev, sagði Zuckerman á fésbókarvegg sínum. Zuckerberg heimsótti líka Rauða torgið, fékk sér að borða á McDonalds og tók þátt í að dæma í keppni á milli rússneskra forritara.

Í frétt á vef The New York Times segir að Zuckerberg og Medvedev hafi rætt um það hvaða þýðingu Facebook hefur fyrir stjórnmál, en fjölmiðlafulltrúi Medvedevs segir að umræðan um Facebook og bandarísku forsetakosningarnar hafi bara verið á léttum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×