Fleiri fréttir

Orsökin líklega gin- og klaufaveiki

Læknar telja líklegt að gin- og klaufaveiki sé valdur að miklum barnadauða í Kambódíu. Uppruni veikindanna liggur þó ekki endanlega fyrir. Veikindin eru sögð hafa dregið 57 börn til dauða á síðustu fjórum mánuðum. Flest hafa börnin verið á aldrinum tveggja til þriggja ára og aðeins eitt lifað sjúkdóminn af.

Forsetinn og herinn takast á um völdin

Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný.

Assad ánægður með friðaráætlun

Kofi Annan, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sögðu að loknum fundi sínum í Damaskus í gær að viðræður þeirra hefðu verið uppbyggjandi, að því er greint var á vef sænska ríkisútvarpsins.

Tom og Katie semja um skilnað - Cruise fær að umgangast Suri

Tom Cruise og Katie Holmes hafa komist að samkomulagi vegna skilnaðar síns sem Katie sótti um fyrir um tveimur vikum síðan. Eins og kunnugt er var leikarinn staddur hér á landi við tökur á kvikmyndinni Oblivion þegar Katie sótti um skilnað í New York. Fregnirnar virtust hafa komið stórleikaranum í opna skjöldu, enda sást síðast til þeirra hér á landi um miðjan júní þar sem allt virtist vera í himnalagi.

Óttast að Al-Kaída fremji tölvuhryðjuverk í náinni framtíð

Yfirmaður tölvuhernaðardeildar varnamálaráðuneytisins í Bandaríkjunum, Keith Alexander, óttast að hryðjuverkasamtökin Al-Kaída gætu tileinkað sér nýja tækni á næstu árum og þannig reynt að fremja hryðjuverk gegn Bandaríkjunum í gegnum tölvur.

Leðurblökumaðurinn þarf stærri skikkju að mati eðlisfræðinema

Nokkrir nemar í eðlisfræði í háskólanum í Leicester í Bretlandi hafa reiknað út að ofurhetjan Batman gæti hugsanlega svifið, en fallið myndi verða honum að bana. Þannig tóku nemarnir út atriði úr kvikmyndinni Batman Begins, en þar má sjá ofurhetjuna svífa töluverða vegalengd og lenda svo óskaddaða eins og ofurhetjum er tamt.

Þingið kemur ekki aftur saman í Egyptalandi

Hæstiréttur í Egyptalandi sneri í dag við ákvörðun hins nýkjörna forseta landsins, Mohammed Mursi, um að þingið í landinu kæmi aftur saman og fengi að sitja þar til nýjar kosningar fara fram.

Réttarhöld yfir Mladic halda áfram

Réttarhöldin yfir slátraranum frá Bosníu, Ratko Mladic, hófust aftur í dag með vitnaleiðslum í Haag fyrir Alþjóðadómstólnum um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu.

Eurovision í Malmö á næsta ári

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Malmö á næsta ári. Sænska ríkissjónvarpið greindi frá þessu í gær. Á vef söngvakeppninnar kemur fram að mikill áhugi hafi verið á því að halda keppnina en bæði yfirvöld í Malmö og Stokkhólmi höfðu áhuga á því að halda keppnina. "Þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ segir Martin Österdahl, framleiðslustjóri keppninnar.

Fundu prótein sem ver krabbamein gegn geislameðferð

Vísindamenn hjá Krabbameinsmiðstöð Danmerkur hafa fundið prótein sem gerir það að verkum að krabbameinsfrumur geta lifað af geislameðferð þá sem notuð hefur verið til að drepa frumurnar.

Þjóðarsorg í Rússlandi í dag

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Rússlandi í dag vegna flóðanna í Krasnodar í suðurhluta landsins fyrir helgina.

Obama með forskot á Romney í lykilríkjum

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að Barack Obama Bandaríkjaforseti er með 2 prósentustiga forskot á keppninaut sinn Mitt Romney í tólf lykilríkjum fyrir forsetakosningarnar í haust.

Mursi býður herforingjaráðinu birginn

Það stefnir í hart milli Mohammed Mursi, nýkjörins forseta Egyptalands, og herforingjaráðs landsins. Mursi hefur nú kallað þingið saman á ný, rúmum mánuði eftir að hershöfðingjarnir leystu það frá störfum.

Þúsundir tapa internetaðgangi á morgun

Að minnsta 350 þúsund tölvur munu glata aðgangi sínum að veraldarvefnum á morgun. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan í Bandaríkjunum fyrr í vikunni.

Þetta er útsýnið á Mars

Rannsóknarvélmennið Opportunity hefur nú ferðast um sléttur Mars í 3 þúsund daga. Sendiförin átti upphaflega að taka 90 daga en litla vélmennið heldur þó ótrautt áfram.

Niðurstöðu beðið í Líbíu

Kjörsókn í kosningunum í Líbíu í gær var 60%. Þetta voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í rúma hálfa öld en kosið var um bráðabirgðaþing sem á að velja forsætisráðherra og ríkisstjórn.

Afganistan fær milljarða í aðstoð

Nokkur af helstu iðnríkjum heims hafa heitið því að veita Afganistan rúmlega 16 milljarða dollara í þróunaraðstoð á næstu árum, eða það sem nemur 2.000 milljörðum íslenskra króna.

Þjóðverjar treysta Merkel

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, nýtur vaxandi trausts og vinsælda heimafyrir þótt mikið hafi mætt á henni í björgunaraðgerðum á evrusvæðinu að undanförnu og eftir að hafa legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa slakað að nokkru leyti á ströngum kröfum sem hún hafði sett fyrir fjárhagslegri aðstoð handa ríkjum í skuldavanda.

Flóð í Rússlandi - 134 látnir

Að minnsta kosti 134 eru látnir eftir skyndiflóð í Krasnodar-héraðinu í suðurhluta Rússlands. Þetta ein skelfilegustu flóð í manna minnum á þessu svæði.

Tala látinna í Rússlandi hækkar

Tala látinna í skyndiflóðunum í Krasnodar-héraðinu í suðurhluta Rússlands heldur áfram að hækka. Nú áætla yfirvöld á svæðinu að 87 manns hafi látist í flóðunum.

Skiptar skoðanir um Glerbrotið

Hæsti skýjakljúfur Evrópu, The Shard, var opinberaður í Lundúnum í vikunni. Byggingin er 309.6 metrar á hæð og gnæfir yfir borginni. Ekki eru þó allir sáttir með þetta ótrúlega mannvirki.

Kosið í Líbíu

Fyrstu frjálsu kosningarnar í meira en hálfa öld fara fram í Líbíu í dag. Kjósa á bráðabirgðaþing sem fær það verkefni að velja ríkisstjórn og forsætisráðherra.

Clinton vill þrýsting á Rússa

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi rússnesk og kínversk stjórnvöld harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að alþjóðasamfélagið geti beitt Sýrlandsstjórn meiri þrýstingi.

Flestir flokkarnir boða íslamskt ríki

Líbíumenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá nýja stjórn í staðinn fyrir bráðabirgðaráðið sem stjórnað hefur landinu frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli síðasta sumar.

Flóðaviðvaranir í Bretlandi vegna rigningar

Flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út í Bretlandi vegna úrhellisrigningar sem búist er við í landinu næsta sólarhringinn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir verstu veðurskilyrði ársins í nótt og á morgun og segja líkur á að meira rigni næsta sólarhringinn en venjulega rignir í heilum mánuði.

Pena Nieto forseti Mexíkó eftir endurtalningu

Nú er staðfest að Enrique Pena Nieto er forseti Mexíkó eftir að um helmingur atkvæðanna úr forsetakosningunum síðustu helgi hefur verið tvítalinn. Lopez Obrador sem lenti í öðru sæti taldið að kosningalög hefðu verið brotin og fór fram á endurtalningu.

Tóku rangar ákvarðanir

Sambland bilunar í búnaði og mannlegra mistaka varð til þess að frönsk farþegaþota hrapaði í Atlantshaf 2009. Kröfur um að bæta þjálfun flugmanna.

Frosktegund skírð í höfuðið á Karli Bretaprins

Frosktegund hefur verið skírð í höfuðið á Karli Bretaprins. Um er að ræða áður óþekkta tegund af trjáfroski sem nýlega var uppgvötvuð í þjóðgarði í Ekvador í Suður Ameríku.

Hafa ekki náð markmiðum um aðhald

Gríska stjórnin hefur viðurkennt að þau aðhaldsmarkmið í ríkisrekstri, sem voru skilyrði fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hafi ekki náðst.

Andlát Arafats verði rannsakað

Palestínustjórn ætlar að láta rannsaka andlát Jassers Arafats, þáverandi leiðtoga Palestínumanna, sem nú er talið að hafi dáið af völdum póloneitrunar í nóvember 2004.

Sjá næstu 50 fréttir