Erlent

Þúsundir tapa internetaðgangi á morgun

mynd/AFP
Að minnsta 350 þúsund tölvur munu glata aðgangi sínum að veraldarvefnum á morgun. Þetta tilkynnti Alríkislögreglan í Bandaríkjunum fyrr í vikunni.

Ástæðan fyrir þessari röskun er hægt að rekja til tölvuvírusar sem sýkti rúmlega 500 þúsund tölvur, bæði PC og Mac. Vírusinn er kallaður DNS Changer og var fyrst notaður árið 2007.

Þó svo að heildaráhrif hans séu ókunn þá hefur Alríkislögreglan í Bandaríkjunum greint frá því að vírusinn hafi breytt nafnaþjónum tölva og þannig beint þeim á vefsíður tölvuþrjótanna. Þannig efnuðust þeir verulega á tilbúnum heimsóknum á heimasíðurnar eða um 1,8 milljarða íslenskra króna.

Tölvuglæpadeild Alríkislögreglunnar hefur nú upprætt svikamylluna. Enn eru þó margar tölvur sýktar og á morgun verður endanlega slökkt á netþjónum tölvuþrjótanna þar sem upplýsingar um nafnaþjóna eru vistaðar.

Í kjölfarið munu um 350 þúsund tölvur ekki geta tengst internetinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×