Erlent

Tala látinna í Rússlandi hækkar

Frá Krasnodar í dag.
Frá Krasnodar í dag. mynd/AFP
Tala látinna í skyndiflóðunum í Krasnodar-héraðinu í suðurhluta Rússlands heldur áfram að hækka. Nú áætla yfirvöld á svæðinu að 87 manns hafi látist í flóðunum.

Alexander Tkachev, héraðsstjóri, segir að flóðin séu þau verstu á svæðinu í rúm 70 ár.

Mikil örvænting ríkir á svæðinu en talið er að um 13 þúsund manns hafi orðið fyrir röskunum vegna vatnsflaumsins. Rafmagnslaust er á svæðinu og eru allar verslanir lokaðar.

Rúmlega 1.000 björgunarmenn eru nú á svæðinu en þeir voru fluttir þangað með þyrlum frá Moskvu fyrr í dag.

Þá hefur flutningur á hráolíu við Svartahaf einnig farið úr skorðum í kjölfar flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×