Erlent

Mursi býður herforingjaráðinu birginn

Mohammed Mursi, nýkjörins forseta Egyptalands.
Mohammed Mursi, nýkjörins forseta Egyptalands. mynd/AFP
Það stefnir í hart milli Mohammed Mursi, nýkjörins forseta Egyptalands, og herforingjaráðs landsins. Mursi hefur nú kallað þingið saman á ný, rúmum mánuði eftir að hershöfðingjarnir leystu það frá störfum.

Mursi er leiðtogi Bræðralags múslima en flokkurinn er í meirihluta á þinginu. Hann sagði að þingið ætti nú að koma saman aftur og starfa fram að næstu kosningum.

Þingið var leyst frá störfum fyrir rúmum mánuði. Var herforingjaráðið þá að framfylgja dómsúrskurði. Grunur lék á að þingmenn kepptust við að tryggja sér sæti óháðra kollega sinna.

Talið er að fulltrúar í herforingjaráðinu séu afar ósáttir með fyrirskipun Mursis.

Ráðið tók við völdum í Egyptalandi á síðasta ári, stuttu eftir að Hosni Mubarak, fyrrverandi einræðisherra landsins, hafði verið steypt af stóli.

Valdaskiptin gengu vel í fyrstu. Það fór þó fljótt að gæta á gremju Egypta í garð herforingjaráðsins. Hægt og bítandi hefur álit almennings á ráðinu versnað verulega og nú er margir sem saka herforingjana um að svíkja loforð sín um lýðræðisumbætur í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×