Erlent

Assad segir Bandaríkjamenn stuðla að áframhaldandi óöld

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. mynd/AFP
Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, sakar nú yfirvöld í Bandaríkjunum um að styðja við bakið á glæpahópum í landinu. Hann segir þetta vera liður í áætlun Bandaríkjunum um að viðhalda óstöðuleika í Sýrlandi.

Þetta sagði Assad í viðtali við þýskan fjölmiðilinn ARD í dag. Þá sagði hann að Katar og Sádí-Arabíu hefðu milligöngu um að vopna hryðjuverkahópa í Sýrlandi.

Aðspurður hvort að Bandaríkin bæru ábyrgð á dauða óbreyttra borgara í landinu svaraði Assad: „Já, vitanlega."

„Svo lengi sem að Bandaríkin styðju hryðjuverkahópa að einhverju leyti, þá vera þeir ábyrgð," sagði Assad.

Þá sagði Assad að öryggissveitir í Sýrlandi hefðu handtekið fjölda liðsmanna al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×