Erlent

Tóku rangar ákvarðanir

Nærri 230 manns fórust með frönsku farþegaþotunni í Suður-Atlantshafi árið 2009.
Nærri 230 manns fórust með frönsku farþegaþotunni í Suður-Atlantshafi árið 2009. nordicphotos/AFP
Sambland bilunar í búnaði og mannlegra mistaka varð til þess að frönsk farþegaþota hrapaði í Atlantshaf 2009. Kröfur um að bæta þjálfun flugmanna.

Illa þjálfaðir flugmenn brugðust ekki rétt við þegar gallaðir hraðanemar sýndu rangar upplýsingar um staðsetningu vélarinnar.

Þetta er, að mati franskrar rannsóknarnefndar, orsök flugslyssins í Suður-Atlantshafi í nóvember 2009, þegar farþegaþota af gerðinni Airbus frá franska flugfélaginu Air France hrapaði í hafið.

Rannsóknarnefndin hefur skilað frá sér ýtarlegri skýrslu um slysið, en í Frakklandi er einnig beðið niðurstöðu dómsmáls og gætu bæði stjórnendur flugfélagsins Air France og flugvélaframleiðandinn Airbus átt yfir höfði sér refsidóm vegna manndrápa.

Allir farþegar vélarinnar fórust ásamt áhöfninni, samtals 228 manns. Vélin var á leiðinni frá Frakklandi til Brasilíu.

Vandræði flugmannanna hófust þegarísing truflaði hraðanema vélarinnar, og þá tóku flugmennirnir að taka rangar ákvarðanir.

Rannsóknarnefndin hvetur til þess að flugmenn fái hér eftir betri þjálfun og gerðar verði strangari kröfur til framleiðenda flugvéla.

gudsteinn@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×