Erlent

Þjóðverjar treysta Merkel

Angela Merkel, Þýskalandskanslari.
Angela Merkel, Þýskalandskanslari. mynd/AP
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, nýtur vaxandi trausts og vinsælda heimafyrir þótt mikið hafi mætt á henni í björgunaraðgerðum á evrusvæðinu að undanförnu og eftir að hafa legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa slakað að nokkru leyti á ströngum kröfum sem hún hafði sett fyrir fjárhagslegri aðstoð handa ríkjum í skuldavanda.

Tveir þriðju hlutar Þjóðverja, eða 66 prósent, eru ánægðir með störf hennar, sem er aukning um 8 prósentustig frá síðustu mælingu, samkvæmt nýrri könnun sem þýska ríkissjónvarpið ARD birti í gærkvöldi.

Fréttaskýrendur í Þýskalandi segja að almenningur sé ánægður með hversu mikið hún hafi beitt sér á alþjóðlegum vettvangi til að finna lausn á evruvandanum og staðfestu hennar og yfirvegunar og hlutlægni í vinnubrögðum, en frá þessu er greint í Financial Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×