Erlent

Afganistan fær milljarða í aðstoð

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ávarpar fundargesti í Tókýó.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ávarpar fundargesti í Tókýó. mynd/AFP
Nokkur af helstu iðnríkjum heims hafa heitið því að veita Afganistan rúmlega 16 milljarða dollara í þróunaraðstoð á næstu árum, eða það sem nemur 2.000 milljörðum íslenskra króna.

Er þetta gert til að tryggja stöðuleika í landinu þegar hersveitir NATO yfirgefa landið árið 2014.

Bandaríkin, Japan, Þýskaland og Bretland eru stærstu styrktaraðilarnir en löndin funduðu um málið í Tókýó í nótt.

Þá verður Afganistan gert að takast á við landlæga spillingu í landinu. Efnahagur Afganistan reiðir sig á utanaðkomandi aðstoð.

Alþjóðabankinn áætlar að styrkir og hjálparaðstoð telji 95 prósent af vergri landsframleiðslu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×