Erlent

Obama með forskot á Romney í lykilríkjum

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að Barack Obama Bandaríkjaforseti er með 2 prósentustiga forskot á keppninaut sinn Mitt Romney í tólf lykilríkjum fyrir forsetakosningarnar í haust.

Obama er með 47% atkvæða í þessum ríkjum á móti 45% hjá Romney. Lykilríki þessi geta sveiflað kosningunum í hvora áttina sem er en þetta eru m.a. Flórída, Virginía, Nevada, Ohio, Pennsylvanía og New Hampshire.

Í Bandaríkjunum í heild er forskot Obama nokkru meira en hann mælist með 48% á móti 44% hjá Romney í þessari skoðanakönnun sem unnin var af Gallup og USA Today.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×