Erlent

Andlát Arafats verði rannsakað

Jasser Arafat
Jasser Arafat
Palestínustjórn ætlar að láta rannsaka andlát Jassers Arafats, þáverandi leiðtoga Palestínumanna, sem nú er talið að hafi dáið af völdum póloneitrunar í nóvember 2004.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, segist vilja láta grafa upp lík Arafats, eins og ekkja hans fer fram á, en skiptar skoðanir eru meðal sérfræðinga um hvort krufning geti skorið úr um það hvort banameinið hafi í reynd verið póloneitrun.

Aðstoðarmaður Abbas segir að fyrst verði þó farið fram á frekari upplýsingar frá rannsóknarstofunni í Sviss, sem fann leifar af póloni í fötum sem Arafat er sagður hafa klæðst.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×