Erlent

Þingið kemur ekki aftur saman í Egyptalandi

BBI skrifar
Mohammed Mursi, forseti Egyptalands.
Mohammed Mursi, forseti Egyptalands. Mynd/AFP
Hæstiréttur í Egyptalandi sneri í dag við ákvörðun hins nýkjörna forseta landsins, Mohammed Mursi, um að þingið í landinu kæmi aftur saman og fengi að sitja þar til nýjar kosningar fara fram.

Forsetinn Mursi gaf í gær út tilskipun um að þingið kæmi aftur saman. Þingmenn höfðu verið kallaðir til og áttu að hittast á morgun. Öryggisgæsla hersins utan við þinghúsið hafði verið minnkuð svo þingmenn kæmust inn.

Í dag ógilti Hæstiréttur landsins þessa ákvörðun og sagði að allir úrskurðir réttarins væru bindandi og ekki væri hægt að áfrýja þeim, en rétturinn hafði leysti þingið í Egyptalandi upp í síðasta mánuði. Þingið kemur því ekki aftur saman og fyrri ákvörðun réttarins stendur.

Flokkur Mohammed Mursi hafði unnið flest sæti á þinginu og ákvörðun réttarins skapaði mikinn ríg milli þess lýðræðislega kjörna valds og hervaldsins hins vegar, sem hefur tekið yfir stjórn í landinu.

Umfjöllun BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×