Erlent

Þjóðarsorg í Rússlandi í dag

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Rússlandi í dag vegna flóðanna í Krasnodar í suðurhluta landsins fyrir helgina.

Yfir 170 manns hafa fundist látnir og fjölda manns er enn saknað. Enn er leitað í rústum húsa á svæðinu en líkur fara hratt dvínandi á því að fleiri finnist á lífi.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti flaug yfir flóðasvæðin um helgina. Hann hefur heitið íbúum í Krasnodar því að opinber rannsókn fari fram á því afhverju flóðin kostuðu svo mörg mannslíf sem raun ber vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×