Erlent

Oxfam samtökin græddu 20 milljónir á sigri Federer

Bresku góðgerðarsamtökin Oxfam nutu óvænt góðs af því að Roger Federer vann einliðaleik karla á Wimbledon tennismótinu í gærdag.

Um er að ræða yfir 100.000 pund eða um 20 milljónir króna sem koma frá veðmáli frá árinu 2003. Þessa upphæð fær Oxfam í sinn hlut.

Þetta ár lagði Bretinn Nick Newlife 1.520 pund undir í veðmáli sem kvað á um að Federer myndi ná að vinna Wimbledon mótið sjö sinnum fyrir árið 2019 með líkunum 1 á móti 66. Sjöundi sigurinn kom í hús í gærdag.

Sjálfur lést Newlife árið 2009 en hann arfleiddi Oxfam að veðmáli sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×