Erlent

Yfir 180 börnum bjargað úr klóm glæpamanna í Kína

Lögreglan í Kína hefur upprætt tvo stóra glæpahringi í landinu sem sérhæfðu sig í mansali á börnum. Jafnframt var yfir 180 börnum bjargað úr klóm þessara glæpamanna.

Í frétt um málið á BBC segir að yfir 800 manns hafi verið handteknir í þessari aðgerð lögreglunnar sem náði til flestra héraða í landinu.

Mansal á börnum hefur lengi verið mikið vandamál í Kína. Glæpamenn stela börnunum frá foreldrum sínum og síðan eru þau seld sem þrælar eða til ættleiðingar.

Sérfræðingar segja að "eitt barn á fjölskyldu" stefna kínverskra stjórnvalda hafi skapað þennan neðanjarðarmarkað með börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×