Erlent

Hafa ekki náð markmiðum um aðhald

Yannis 
Stournaras
Yannis Stournaras
Gríska stjórnin hefur viðurkennt að þau aðhaldsmarkmið í ríkisrekstri, sem voru skilyrði fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hafi ekki náðst.

Yannis Stournaras fjármálaráðherra segir tvennar þingkosningar á síðustu mánuðum hafa sett strik í reikninginn.

Fulltrúar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Evrópusambandsins hafa verið í Grikklandi síðustu daga að fara í gegnum ríkisbókhaldið og ganga úr skugga um að Grikkir uppfylli skilyrði fyrir frekari aðstoð.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×