Erlent

Felldu vantrausttilögu gegn grísku stjórninni

Ríkisstjórn Grikklands stóð af sér vantrausttilögu á gríska þinginu um helgina og eyddi þar með margra mánaða óvissu í grískum stjórnmálum.

Allir þingmenn þeirra þriggja flokka sem standa að ríkisstjórninni greiddu atkvæði gegn vantrausttillögunni að því er segir í frétt á BBC um málið.

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins munu hittast á fundi í Brussel í dag og þar verða málefni Grikklands m.a. til umræðu. Gríska stjórnin vill að fresturinn sem þeir hafa til að koma skikki á ríkisfjármál sín verði lengdur úr tveimur árum og upp í fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×