Fleiri fréttir

Þorskurinn við Nýfundnaland að taka við sér

Allt bendir nú til að þorskstofninn við Nýfundnaland sé að rétta úr kútnum. Veiðibann var sett á stofninn þar við land fyrir um tveimur áratugum vegna mikillar ofveiði.

Sextíu börn látist af völdum óþekkts sjúkdóms

Heilbrigðisyfirvöld í Kambódíu eru að leita að orsökum óþekkts sjúkdóms sem hefur orðið meira en 60 börnum að bana á síðustu þremur mánuðum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun, samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar.

Harmleikurinn í Fukushima af manna völdum

Harmleikurinn í Fukushima kjarnorkuverinu var að miklu leyti af manna völdum. Slysið átti að vera fyrirsjáanlegt og hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Þetta segir japönsk þingmannanefnd í nýbirtri skýrslu.

Clinton baðst loks afsökunar

Pakistanar hafa opnað á ný flutningaleið fyrir bandarísk hergögn til Afganistans, sem hefur verið lokuð í sjö mánuði, eða síðan Bandaríkjamenn felldu 24 pakistanska hermenn í loftárás.

Strandvörður rekinn fyrir að bjarga lífi sundmanns

Strandvörður í Flórída hefur verið rekinn úr starfi sínu sökum þess að hann fór og bjargaði sundmanni frá drukknum en sundmaðurinn var þá staddur utan þess öryggissvæðis sem strandvörðurinn átti að gæta.

Konunglegt brúðkaup er framundan í Mónakó

Konunglegt brúðkaup er framundan í furstadæminu Mónakó. Andrea Casiraghi elsti sonur Karólínu prinsessu og kólumbíska fegurðardísin Tatiana Domingo ætla að gifta sig á næsta ári að því er segir í tilkynningu frá Karólínu.

ACTA hafnað á Evrópuþingi

Evrópuþingið hafnaði í gær upptöku hins umdeilda ACTA-samnings sem settur hefur verið til höfuðs höfundarlagabrotum.

Fagna tímamótum í leit sinni að guðseindinni

Vísindamenn í Sviss hafa eftir margra ára leit fundið bóseind, sem þeir segja líklega vera Higgs-bóseindina. Tilvist hennar er talin geta útskýrt bæði efnismassa hlutanna og þyngdaraflið sem honum fylgir.

Líkamar þotuflugmannanna fundnir

Líkamar tyrknesku þotuflugmannanna sem skotnir voru niður af Sýrlenskum öryggissveitum í síðasta mánuði eru fundnir. Þeir fundust á sjávarbotni Miðjarðarhafsins.

Fjórir látnir í gíslatöku

Þrír menn sem voru teknir í gíslingu í Karlsruhe í Þýskalandi í morgun eru látnir, eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Aftenposten. Lögreglan þar segir að gíslatökumaður sé líklegast einn af þeim sem létust. Fram kemur í þýska blaðinu Bild að gíslatökumaðurinn hafi verið með fleira en eitt vopn meðferðis og verið skotglaður. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hver fjöldi látinna er. Svæðið í kringum húsið hefur verið girt af og lögreglan er með aukalið á staðnum. Vitni segja að gíslatökumaðurinn hafi verið með handsprengju í höndunum. Hann hafi verið mjög ógnandi þegar hann tók gíslana.

Vill endurtalningu í Mexíkó

Forsetaframbjóðandi í Mexíkó fer fram á að atkvæðin úr forsetakosningunum um helgina verði talin aftur. Hann sakar nýkjörinn forseta landsins, Pena Nieto, um að brjóta kosningalög.

Gíslataka í Þýskalandi

Vopnaður maður hefur lokað sig af inni í byggingu og heldur þar nokkrum gíslum í borginni Karlsruhe í Suður-Þýskalandi.

HIV heimapróf

Matar- og lyfjaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur samþykkt nýtt heimalyfjapróf fyrir HIV.

Guðseindin að öllum líkindum fundin

Vísindamenn sem vinna við sterkeindahraðal Cern segja að þeir hafi fundið öreind sem að öllum líkindum er Higgs bóseindin en hún hefur gengið undir nafninu guðseindin.

Upprættu stærsta barnaklámshring í sögunni

Lögregluyfirvöld í 141 landi hafa upprætt stærsta barnaklámshring í sögunni. Hundruðir manna hafa verið afhjúpaðir fyrir að skiptast á myndum og myndböndum með barnaklámi þar af 272 einstaklingar eingöngu í Austurríki. Búið er að leggja hald á mikið magn af barnaklámi.

Fundu afarsjaldgæft landakort af Ameríku

Afarsjaldgæft landakort af Ameríku frá 16. öld hefur komið í leitirnar en aðeins var vitað um fjögur eintök af þessu korti áður en það fimmta fannst nýlega inn í bók frá 19. öld.

Sannanir fyrir guðseindinni lagðar fram í dag

Mikil spenna ríkir meðal vísindamanna þennan morguninn þar sem reiknað er með að sannanir fyrir Higgs bóseindinni eða svokallaðri guðseind verði lagðar fram á ráðstefnu í Genf sem hefst nú fyrir hádegið.

Arafat líklega byrlað eitur

Yasser Arafat lést vegna eitrunar. Þetta segja niðurstöður rannsóknar sem rannsóknarstofa í Lausanne í Sviss hefur gert á persónulegum munum Arafats.

Húsleit gerð hjá Nicolas Sarkozy

Franska lögreglan gerði húsleit heima hjá Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta. Húsleitin tengdist rannsókn á meintum ólöglegum fjárframlögum í kosningasjóði hans árið 2007.

Vísindamenn: Nei, hafmeyjur eru ekki til

Vísindamenn hjá Hafrannsóknarstofnun Bandaríkjanna birtu heldur sérstaka tilkynningu í vikunni. Þar er því haldið fram að hafmeyjur séu hreint ekki til og að allar vangaveltur um tilurð þeirra séu ekki á rökum reistar.

Andy Griffith er látinn

Hinn heittelskaði leikari Andy Griffith lést á heimili sínu í morgun 86 ára að aldri.

Twitter notað í glæparannsóknum

Á þessu ári hefur tiwtter borist 849 beiðnir frá yfirvöldum um að fá aðgengi að síðunni. Lang flestar voru frá yfirvöldum Bandaríkjanna eða 679 þeirra. Japan kom á eftir með 98 beiðnir og 11 beiðnir bárust frá yfirvöldim í Bretlandi og Kanada.

Klámfengin smáskilaboð

Um 30% táninga senda nektarmyndir af sjálfum sér í smáskilaboðum eða vefpósti, samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð af Háskólanum í Texas.

Mannfall í Írak

25 manns létu lífið og 40 aðrir voru særðir í sprengjuárásum í Írak í morgun.

Kominn út úr skápnum

Fréttamaðurinn Anderson Cooper sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að hann væri samkynhneigður.

Byltingarflokkurinn kemst til valda á ný

Gamli valdaflokkurinn í Mexíkó, Byltingarflokkurinn, vann sigur í forseta- og þingkosningum um helgina. Hann hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en snýr nú aftur með nýrri kynslóð forystumanna og fyrirheit um betri tíð.

Vímulaust maríjúana

Fyrirtækið Tikum Olam í Ísrael sem ræktar maríjúana plöntur sem lyf, hefur þróað plöntu sem veldur ekki vímu.

Katie Holmes er flutt út

Katie Holmes lætur engan tíma fara til spillis og er flutt út úr lúxusíbúð þeirra Tom Cruise á Manhattan. Hún sást yfirgefa húsið á föstudagsmorguninn síðasta sem var sami dagur og hún sótti um skilnað.

Pyntingabúðir í Sýrlandi

Í skýrslu sem Mannréttindavaktin gaf út frá sér í dag segir að lögreglan í Sýrlandi sé að reka pyntingabúðir um allt landið. Þeim sem er haldið eru barðir, brenndir með sýru, kynferðislega áreittir og neglur þeirra dregar af.

Milljónir manna í Bandaríkjunum án rafmagns

Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjunum eru nú án rafmagns í kjölfar mikils óveðurs sem geisað hefur víða á svæðinu frá síðustu helgi. Að minnsta kosti 22 manns hafa látið lífið í þessu óveðri.

Stungin 22 sinnum á farfuglaheimili

Ung kona var stungin 22 sinnum á herbergi á farfuglaheimili í Stokkhólmi aðfaranótt mánudags. Lögreglan segir að annar gestur á farfuglaheimilinu hafi bjargað lífi hennar.

Nafni Higgs-bóseindarinnar sækir fund eðlisfræðinga

Rannsóknarniðurstöður alþjóðlegs hóps kjarneðlisfræðinga verða kynntar á miðvikudaginn. Síðustu ár hefur hópurinn leitað að Higgs-bóseindinni dularfullu. Takist þeim að færa sönnur á tilurð eindarinnar myndi það marka tímamót í vísindasögu mannkyns.

Pillay varar við vopnaflutningi til Sýrlands

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að auknar vopnaflutningar til stríðandi fylkinga í Sýrlandi myndu aðeins leiða til áframhaldandi blóðsúthellinga í landinu.

Netheimar á hvolfi eftir að aukasekúndu var bætt við

Nokkrar af vinsælustu vefsíðum veraldar hrundu þegar opinberir tímaverðir jarðarinnar bættu aukasekúndu við júnímánuð. Var þetta gert svo að klukkur og önnur mælitæki væru í takt við snúning jarðar.

Sjá næstu 50 fréttir