Erlent

Námsumsóknum fækkar eftir hækkun skólagjalda

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/AFP
Umsóknir um háskólanám í Bretlandi eru 7,7% færri í ár en í fyrra eftir að skólagjöld hækkuðu í landinu.

Ákvörðunin um að hækka skólagjöld vakti reiði almennings og skaðaði trúverðugleika Frjálslyndra Demókrata á sínum tíma. Nú bendir allt til þess að ákvörðunin hafi bein áhrif á eftirspurn eftir háskólanámi.

Rétt er að taka fram að þó umsóknum fækki milli ára er enn mikil umframeftirspurn eftir háskólanámi í landinu. Í ár sækja um 618.000 manns um nám en til samanburðar komust aðeins 492.030 manns í háskólanám í fyrra þó eftirspurnin hafi verið meiri.

Eftirspurn minnkar mismikið eftir skólum. Í verstu tilvikunum eru umsóknir tæplega 30% færri í ár en í fyrra. Í öðrum skólum er eftirspurnin svipuð í ár og í fyrra, umsóknir í Oxford eru aðeins 0,6% færri í ár og í Cambridge er aðeins 2% fækkun.

Umfjöllun The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×