Erlent

Los Angelsbúar kjósa um smokka í klámmyndum

Íbúar í Los Angeles munu kjósa um hvort lögleiða eigi smokka í klámmyndum samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember n.k.

Þessi tillaga var sett á kjörseðilinn að undirlagi Aids Healthcare stofnunarinnar. Verði hún samþykkt verður öllum karlleikurum í klámmyndum sem búnar eru til innan borgarmarkanna skylt að nota smokka í störfum sínum.

Talsmenn klámiðnaðarins í borginni telja að það muni skaða þá verulega fjárhagslega ef tillagan verði samþykkt þar sem fáir vilji horfa á klám þar sem leikararnir nota smokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×