Erlent

Flóðaviðvaranir í Bretlandi vegna rigningar

BBI skrifar
Mynd/Stefán Karlsson
Flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út í Bretlandi vegna úrhellisrigningar sem búist er við í landinu næsta sólarhringinn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir verstu veðurskilyrði ársins í nótt og á morgun og segja líkur á að meira rigni næsta sólarhringinn en venjulega rignir í heilum mánuði.

Yfirvöld hafa komið upp neyðarskýlum meðan hópar vinna að flóðavörnum hér og þar um landið. Heimili og farartæki víðsvegar verða í hættu. Fólk er vinsamlega beðið að vara sig og reyna ekki að vaða í vatninu eða keyra.

Umfjöllun The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×