Erlent

Mikið þrumuveður og úrhelli hrjáir Dani í dag

Mikið þrumuveður og úrhelli mun hrjá íbúa Danmerkur víðast hvar í landinu í dag. Talið er að úrkoman á sumum stöðum muni nema allt að 30 millimetrum á klukkutímann.

Veðrið er þegar skollið á í syðsta hluta landsins en mun færa sig norðar eftir því sem líður á daginn. Talið er að úrkoman nái til Sjálands um hádegisbilið. Þar með er líklegt að Hróarskelduhátíðin breytist í drullusvað eins og gerðist í fyrra.

Veðrinu mun síðan slota síðdegis og veðurspáin gerir ráð fyrir sólríku veðri í Danmörku um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×